Innri reglur um stjórnarhætti

Hér á eftir er yfirlit yfir ýmsar innri reglur sjóðsins sem varða stjórnarhætti. Sumar reglur byggja á lagaskyldu en aðrar eru settar af frumkvæði sjóðsins.  

Upplýsingar um sjóðinn sem aðgengilegar eru almenningi og/eða sjóðfélögum eru líka birtar hér á vefnum

Hluthafastefna

Í stefnu sjóðsins eru kynntar áherslur stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) varðandi viðmið um stjórnarhætti í þeim félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í.

Það er markmið stjórnar LV að stefnan styðji við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra. Stefnan kemur í stað áður gildandi hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynnt þau viðmið sem LV leggur áherslu á við meðferð eignarhalds í hlutafélögum sem eru skráð á hlutabréfamarkaði og sjóðurinn fer með eignarhlut í. Stefna þessi gildir einnig eftir því sem við á fyrir óskráð félög sem LV hefur fjárfest í. 

Eðli málsins samkvæmt er stefnunni fyrst og fremst beint til félaga sem skráð eru á Íslandi. Þó gilda grundvallarviðmið hennar einnig fyrir félög sem sjóðurinn er hluthafi í og sem skráð eru erlendis. Stefnan felur í sér stefnumarkandi atriði sem lögð er áhersla á en um leið er tekið fram að ekki er um ófrávíkjanlegar reglur að ræða og fer mat á áherslum og eftirfylgni eftir atvikum hverju sinni. 

Við framkvæmd stefnunnar og eftirfylgni varðandi einstök atriði er m.a. litið til fjárhæðar og hlutfalls eignarhlutar LV í viðkomandi félagi, stærðar viðkomandi félags og möguleika sjóðsins á að hafa áhrif á þau atriði sem um ræðir.

Hluthafastefna.

Hluthafastefna, ensk útgáfa.

Siða- og samskiptareglur

Meginhlutverk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau, greiða út lífeyri og veita sjóðfélögum framúrskarandi þjónustu. Í þeim tilgangi að sinna því hlutverki sem best hefur stjórn sjóðsins samþykkt eftirfarandi siða- og samskiptareglur starfsmanna. Reglurnar taka einnig til stjórnarmanna, eftir því sem við getur átt.

Siða og samskiptareglur LV 

Reglur LV um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Reglur LV um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna-LV

Starfsreglur stjórnar og framkvæmdarstjóra

Starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra LV

Verklagsreglur um viðskipti stjórnar- og starfsmanna með fjármálagerninga

 Verklagsreglur LV um viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna lífeyrissjóðsins með fjármálagerninga

Reglunum er ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í starfsemi lífeyrissjóðsins og jafnframt að draga úr hættu á að þeir sem þær taka til tengist einstökum úrlausnarefnum með þeim hætti að fyrirfram megi draga í efa óhlutdrægni þeirra við meðferð og afgreiðslu einstakra mála. 

Reglunum er ætlað að tryggja vandaða starfshætti og stuðla að trúverðugleika sjóðsins, stjórnar hans og starfsmanna. 

Verklagsreglur LV um viðskipta stjórnarmanna og starfsmanna með fjármálagerninga 

Verklagsreglur um hæfi lykilstarfsmanna

Verklagsreglur þessar eru m.a settar í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2010 og varða hæfi lykilstarfsmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna gerir ríkar kröfur til hæfis og heilinda starfsmanna lífeyrissjóðsins, jafnt sem trúverðugleika og faglegrar hæfni þeirra. 

Verklagsreglur um hæfi lykilstarfsmanna LV

Samkeppnisréttaráætlun 

Samkeppnisréttaráætlun LV

Mannauður

Mannauðsstefna

Jafnlaunastefna