Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Er kominn hálfleikur?

Þegar við erum komin í hálfleik á vinnumarkaði er enn svigrúm til að móta fjárhagslega stöðu í takt við væntingar okkar um lífið eftir vinnu. Taktu stöðuna á þér.  

LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 1B 0923 LIV Lifeyrissjodur Verzlunarmanna Myndabanki 1B 0923

Hvenær langar þig að hætta að vinna?

Hefur þú möguleika á að minnka við þig vinnu fram að starfslokum? Gætir þú verið sjálfstætt starfandi til að auka tekjur ef þess þarf? Eru atvinnugeirar sem þig langar til að prófa sem gætu hentað þér þegar líður á starfsævina?

Hvernig verða útgjöld þín?

Hjá flestum minnka útgjöldin vegna barna og bíla til dæmis en aukin útgjöld verða í tengslum við tómstundir, ferðalög og heilbrigðismál. Hvernig mun dæmið breytast hjá þér?

Verður þú skuldlaus? 

Ef þú ert með húsnæðislán hvenær verður það uppgreitt? Ef þú verður með afborganir lána þegar þú ferð á eftirlaun er líklegt að það muni miklu um afkomuna. Gætirðu greitt hraðar upp, til dæmis með séreignarsparnaði?

Hver verður staða mín ef maki fellur frá?

Lífeyrissjóðir greiða allir makalífeyri en hlutfall af réttindum maka og tímalengd makalífeyris er mjög misjöfn milli sjóða. Gott er að kynna sér réttindi til makalífeyris í þeim sjóði sem makinn hefur greitt í.

Tilgreind Séreign

Ertu að greiða í tilgreinda séreign?

Skoðaðu hvort það sé skynsamlegt að allt að 3,5% af iðgjaldinu fari í tilgreinda séreign. Greiðslur í tilgreinda séreign verða þín eign, en ef þú velur frekar samtryggingu aukast réttindi þín til ævilangs lífeyris.

Hvað er tilgreind séreign?

Ertu ekki örugglega að greiða í séreignarsparnað?

Skoðaðu hvort þú ert ekki örugglega að greiða 4% í séreignarsparnað og nýta séreign inn á lán ef þú ert með húsnæðislán. Það er góður kostur fyrir alla að safna í séreign og margskonar hagræði. Mikil áhrif á sparnað en lítil á ráðstöfunartekjur. Berðu saman ávöxtun og kostnað á milli sjóða. Það munar um hvert prósentustig!

Stefnir þú að því að minnka við þig húsnæði?

Það getur skipt miklu máli hvort þú þarft að standa undir viðhaldi á fasteign auk þess sem það kostar meira að eiga stærri eignir. 

Ertu á leigumarkaði? 

Gætir þú skráð þig í félög sem bjóða upp á hagkvæma leigu eða kaup fyrir eldri borgara?

Eru þú og maki þinn með samsvarandi áætlanir?

Hjón eða sambýlisfólk hafa ekki alltaf sömu væntingar um hvernig þau vilja undirbúa sig fyrir efri árin eða hvernig þau vilja eyða þeim. Allt spilar þetta saman og því er mikilvægt fyrir pör að ræða hvernig þau sjá fyrir sér lífið á þriðja æviskeiðinu.

Gæti skipting réttinda hentað ykkur?

Er mikill munur á lífeyrisréttindum þínum og maka þíns? Ef svo er gæti skipting réttinda hentað ykkur. 

Ævilangur Lífeyri

Reiknaðu lífeyrinn þinn

Í lífeyrisreikninum getur þú sett inn þínar forsendur og skoðað hvernig mismunandi valkostir henta þér. Ef þú vilt skoða þína stöðu í dag skráðu þig inn á Mínar síður.

Lífeyrisreiknir