Hvers vegna LV er góður kostur fyrir þig?
Við erum stolt af því að vinna í þágu 183 þúsund sjóðfélaga sem njóta góðs af góðum árangri. Sjóðurinn er eign sjóðfélaga og allur árangur hans skilar sér til sjóðfélaga.
Ævilangur lífeyrir og áfallavernd í fremstu röð
Þú tryggir þér ævilangan lífeyri. Greiðslur eru verðtryggðar og endast ævina á enda. Þú færð líka áfallavernd fyrir þig og þína ef á reynir vegna veikinda eða fráfalls, sem er með því besta sem gerist hjá lífeyrissjóðum en mikill munur getur verið á slíkum réttindum á milli sjóða.
Skilaboð frá sjóðfélaga:
Bara halda áfram á sömu braut halda áfram að fylgja þróun og hlúa áfram að sjóðsfélögum og bera hag þeirra fyrir brjósti eins og hægt er og tala ég hér af reynslu... Takk fyrir mig.
Ævilangur lífeyrir
Með því að greiða til LV tryggir þú þér ævilangar mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur. Greiðslur eru verðtryggðar og endast ævina á enda.
Ævilangur lífeyrir
Örorku- og barnalífeyrir
Þú átt rétt á örorkulífeyri ef starfsgeta þín skerðist vegna sjúkdóma eða slyss þannig að trúnaðarlæknir sjóðsins meti skerðinguna til a.m.k. 50% örorku.
Örorku- og barnalífeyrir
Maka- og barnalífeyrir
Við andlát maka er greiddur makalífeyrir til eftirlifandi maka og barnalífeyrir til barna yngri en 20 ára. Réttur til makalífeyris er alltaf fyrir hendi, en hann er mismikill eftir aðstæðum sjóðfélaga.
Maka- og barnalífeyrir
Ábyrgar fjárfestingar
Við beitum aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga til að styðja við góða langtímaávöxtun.
Markmið sjóðsins er að hámarka langtímaávöxtun eignasafna sjóðsins að teknu tilliti áhættu í þágu hagsmuna sjóðfélaga, en um leið lætur LV sig varða hvernig fjármunatekjur sjóðsins verða til.
Sjóðurinn telur það styðja við ábyrga langtímaávöxtun að fjárfesta í fjármálagerningum sem gefnir eru út af fyrirtækjum, opinberum aðilum og öðrum útgefendum sem byggja starfsemi sína á sjálfbærum grundvelli.
Góður rekstur
Lífeyrissjóður verzlunarmanna var stofnaður árið 1956 og varð því 67 ára á árinu. Við erum því á besta aldri og höfum sjaldan verið í jafngóðu formi.
Þess má geta að rekstrarkostnaður LIVE á við hagkvæmustu lífeyrissjóði í alþjóðlegum samanburði.
Hvað er séreignarsparnaður?
Séreignarsparnaður er einföld og hagkvæm leið til að fjölga valkostum við starfslok, greiða inn á lán eða íbúðarkaup. Nýttu þér séreignarsparnað - og tryggðu þér 2% launahækkun um leið.
Séreignarsparnaður
Hvað er tilgreind séreign?
Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem hentar sérstaklega vel þeim sem eru komnir í hálfleik á vinnumarkaði.
Tilgreind séreign
Ábyrgar fjárfestingar
Við fjárfestum af ábyrgð til að styðja við langtímaávöxtun og stuðla að sjálfbærni umhverfis og samfélags.