Skil iðgjalda

Nokkrar leiðir eru mögulegar við skil á iðgjöldum. Hafa ber í huga að hagkvæmustu leiðirnar eru þær sem nýta gagnakerfi sjóðsins þannig að skráningar séu rafrænar. Hér eru nánari upplýsingar um þær leiðir sem í boði eru.

Fimm leiðir eru til staðar við skil á skilagreinum. Mælt er með skilum úr launakerfum og netskilum.

Skil úr launakerfi

Mörg launakerfi veita möguleika á að senda skilagreinar beint inn til lífeyrissjóða.

Launakerfið þarf að vera með eftirfarandi upplýsingar skráðar:

 • notandanafn fyrirtækisins inn á fyrirtækjavef LV
 • lykilorð fyrirtækisins inn á fyrirtækjavef LV
 • netfang sem skilagreinin er send á: netskil@live.is

Þetta er skilvirkasta leiðin við skil á skilagreinum fyrir launagreiðendur. Kostirnir eru eftirfarandi:

 1. Bæði tími og kostnaður sparast við að senda skilagreinar rafrænt því ekki þarf að póstsenda þær.
 2. Hægt er að greiða skilagreinar í hvaða heimabanka sem er.
 3. Öryggi eykst við meðferð rafrænna skilagreina því ekki þarf að skrá aftur þær upplýsingar sem eru á þeim.
 4. Hægt er að sjá stöðu skilagreina, hvort þær eru í vinnslu hjá launagreiðanda, bíða bókunar eða hafa verið bókaðar í réttindakerfi sjóðsins.

Munið að greiðsla iðgjalda hefur ekki átt sér stað þegar skilagreinum er skilað.

Netskil

Netskil eru einföld leið við skil á iðgjöldum í gegnum fyrirtækjavef.

Sækja um aðgang að fyrirtækjavef.

Þegar fyrirtæki þitt er komið með aðgang:

Skráðu þig inn á fyrirtækjavefinn.

Þegar inn á fyrirtækjavefinn er komið eru aðgengilegar upplýsingar um notkun hans.

Fyrirtækjavefurinn er einfaldur í notkun og flýtir fyrir vinnu við skil á lífeyrissjóðsiðgjöldum og félagsgjöldum. Einfaldar og þægilegar leiðbeiningar er að finna inni á fyrirtækjavefnum um öll skref sem taka þarf við netskil.

Frekari kostir netskila eru eftirfarandi:

 1. Bæði tími og kostnaður sparast við að senda skilagreinar rafrænt því ekki þarf að póstsenda þær.
 2. Hægt er að greiða skilagreinar í hvaða heimabanka sem er.
 3. Öryggi eykst með rafrænum skilagreinum því ekki þarf að skrá aftur þær upplýsingar sem eru á þeim.
 4. Hægt er að sjá stöðu skilagreina, hvort þær eru í vinnslu hjá launagreiðanda, bíða bókunar eða hafa verið bókaðar í réttindakerfi sjóðsins.

Munið að greiðsla iðgjalda hefur ekki átt sér stað þegar skilagreinum er skilað


Við mælum með að önnur þessara tveggja fyrstu leiða sé notuð.

Með því móti er auðveldara fyrir þig að halda utan um skilagreinarnar rafrænt. Auk þess eru þetta öruggari og fljótlegri leiðir sem geta sparað mikla vinnu fyrir alla aðila.

Senda með tölvupósti

Til að senda inn skilagreinar með tölvupósti þarf að ná í eyðublaðið fyrir skilagreinar, fylla það út, skanna það inn og senda á netskil@live.is.

Senda með faxi

Til að senda inn skilagreinar með faxi þarf að ná í eyðublaðið fyrir skilagreinar, fylla það út og senda það með faxi á 580 4099.

Senda með pósti

Þeir sem kjósa að skila ekki inn skilagreinum með rafrænum hætti þurfa að ná sér í eyðublaðið, prenta það út og fylla inn. Senda síðan á heimilisfang sjóðsins: Kringlunni 7, 103 Reykjavík.