Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Hvernig nota ég séreignarsparnað?

Þú gætir fjármagnað ferðalög, spennandi áhugamál, minnkað við þig vinnu eða hætt fyrr að vinna. Þetta er aðeins hluti af því sem þú gætir notað þinn séreignarsparnað í. Hann má líka nota til að eignast meira í fasteign eða lækka greiðslubyrðina. Hvernig ætlar þú að nota þinn sparnað?

Auknar tekjur og ævintýri

Frá 60 ára aldri getur þú tekið allt út og fjármagnað ferðalög eða látið aðra drauma rætast. Ef þig langar að hætta að vinna getur þú nýtt séreignina sem tekjur. Ef þú vinnur áfram að hluta eða í fullu starfi getur þú aukið tekjurnar með séreigninni eða nýtt sem varasjóð. 

Nýttu séreignarsparnaðinn skattfrjálst

Ef þú vilt eignast húsnæðið þitt hraðar og/eða lækka greiðslubyrði með tímanum gæti hentað þér að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á lán.

Þú getur einnig tekið út uppsafnaðan séreignarsparnað við kaup á fasteign. Þetta þarf ekki að vera þín fyrsta fasteign en það er einungis hægt að nýta séreign sem hefur safnast á þeim tíma sem þú eða maki þinn áttuð ekki fasteign. 

Kynntu þér möguleikana nánar á vef Skattsins

Á ég rétt á þessu úrræði?

  • Þú þarft að hafa lán sem er tryggt með veði.

  • Lánið þarf vera tekið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

  • Þú og maki þinn getið nýtt uppsafnaðan séreignarsparnað ef þið hafið ekki átt íbúðarhúsnæði í 5 ár.

Nánari upplýsingar á vef Skattsins og sótt er um á leidretting.is.

Hvaða tímabil og hámörk gilda?

  • Úrræðið tekur til launatímabilsins frá 1. júlí 2014 og hefur verið framlengt til 31. desember 2024

  • Eigið framlag þarf að vera til staðar svo hægt sé að nýta mótframlag launagreiðanda.
  • Einstaklingur getur ráðstafað að hámarki 500.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.  

  • Hjón/sambúðarfólk getur ráðstafað að hámarki 750.000 kr. á ári. Þar af er hámark af eigin framlagi 500.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 250.000 kr. 

Nánari upplýsingar á vef Skattsins og sótt er um á leidretting.is.

Fyrstu íbúðarkaup

Ef þú ert að stefna á fyrstu fasteignakaup er í gildi heimild til að ráðstafa séreign skattfrjálst til niðurgreiðslu húsnæðislána og/eða til afborgunar á óverðtryggðu láni. 

Þeim sem eru að kaupa eða byggja sér íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti er heimilt annars vegar að nýta uppsafnaðan séreignarsparnað frá júlí 2014 til útborgunar á fyrstu íbúðarkaupum og hins vegar að nýta greidd iðgjöld mánaðarlega inn á lán.

Með breytingu á lögum um lífeyrissjóði frá janúar 2023 er nú hægt að nýta tilgreinda séreign við fyrstu íbúðarkaup að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Á ég rétt á þessu úrræði?

  • Þú þarft að eiga að minnsta kosti 30% eignarhlut í eigninni.

  • Þú þarft að sækja um innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.

  • Þú þarft að hafa gert samning um séreignarsparnað.

  • Úrræðið varðar aðeins kaup á fyrstu íbúð og þá sem hafa ekki átt íbúðarhúsnæði í 5 ár.

Nánari upplýsingar á vef Skattsins og sótt er um á vef Skattsins.

Hvaða tímabil og hámörk gilda?

  • Heimilt er að nýta séreignarsparnað sem hefur safnast frá 1. júlí 2014 en þá hefst samfellt 10 ára tímabil frá þeim tíma.

  • Eigið framlag þarf að vera til staðar svo hægt sé að nýta mótframlag launagreiðanda.
  • Einstaklingur getur nýtt að hámarki 500.000 kr. á ári í samfellt 10 ár. Þar af er hámark af eigin framlagi 333.000 kr. og hámark af framlagi launagreiðanda 167.000 kr.

  • Á 10 ára samfelldu tímabili er því hámarks heimild 5.000.000 kr.

Nánari upplýsingar á vef Skattsins og sótt er um á vef Skattsins.

Varasjóður ef þú missir starfsorkuna

Ef þú getur ekki unnið vegna örorku af völdum slyss eða veikinda áttu rétt á að fá séreignina þína greidda út á minnst sjö árum eða á þeim tíma sem vantar upp á 60 ára aldur. Sé innstæða undir ákveðnum viðmiðum, kr. #1.745.821#, getur þú fengið innistæðuna greidda út í eingreiðslu eða á skemmra tímabil en sjö ár. 

Umsóknir og beiðnir vegna séreignarsparnaðar

Allar umsóknir séreignarsparnaðar eru rafrænar. Skráðu þig inn á mínar síður og kláraðu málið. 

Veldu umsókn

Error
Umsókn