Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ábyrgar fjárfestingar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna gerðist aðili að alþjóðlegu samtökunum, UN PRI, árið 2006 og árið 2021 gaf sjóðurinn út sérstaka stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Grunnur hennar er sú bjargfasta skoðun að áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðsins verði hærri til lengri tíma litið sé tekið mið af aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga.

Markmið sjóðsins með stefnu um ábyrgar fjárfestingar

Markmið sjóðsins er að hámarka langtímaávöxtun eignasafna sjóðsins að teknu tilliti áhættu í þágu hagsmuna sjóðfélaga, en um leið lætur LV sig varða hvernig fjármunatekjur sjóðsins verða til.

Sjóðurinn telur það styðja við ábyrga langtímaávöxtun að fjárfesta í fjármálagerningum sem gefnir eru út af fyrirtækjum, opinberum aðilum og öðrum útgefendum sem byggja starfsemi sína á sjálfbærum grundvelli. Því leggur LV áherslu á að eignasöfn sjóðsins samanstandi af fjármálagerningum útgefenda sem viðhafa góða stjórnarhætti og byggja á viðskiptalíkönum þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra verðmætasköpun. 

Meginmarkmið stefnunnar er að auka áherslu á sjálfbærar fjárfestingar og samþætta aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga við eignastýringu.

Í því felst meðal annars að:

  • leggja áherslu á fjárfestingakosti sem styðja við ábyrga langtímaávöxtun að teknu tilliti til áhættu
  • hafa uppbyggileg og virðisaukandi áhrif á útgefendur fjármálagerninga sem fjárfest er í
  • greina og sneiða hjá atvinnugreinum og fyrirtækjum sem LV vill ekki sækja ávöxtun til vegna eðli atvinnugreinar eða rekstrar viðkomandi fyrirtækis
  • styðja við virka og árangursríka áhættustýringu
Stefna um ábyrgar fjárfestingar

Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga

PRI – Principles for Responsible Investment , skilgreinir ábyrgar fjárfestingar sem aðferðafræði við að stýra eignasöfnum með tilliti til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta, bæði hvað varðar:

 

- fjárfestingarákvarðanir og uppbyggingu eignasafna

- eigendahlutverk, t.d. þar sem sjóðurinn er hluthafi eða skuldabréfaeigandi