Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Laus störf

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum námsmanni í framhaldsnámi í sumarstarf. 

Sumarstarfsmaður í eignastýringu

Verkefni

  • Vinnsla, skráning og hreinsun gagna tengd sjálfbærni, fyrirtækjum og fjárfestingum
  • Smíði og viðhald á gagnalíkönum sem eru notuð til þess að leggja mat á frammistöðu eignasafns sjóðsins á sviði sjálfbærni og fjárfestinga
  • Smíði og þróun á skýrslum tengdum eignasafni sjóðsins í Power BI
  • Betrumbæting á gagnagæðum  og kortlagning breyta sem notaðar eru við mat á fjárhagslegri frammistöðu eignasafnsins
  • Aðkoma að þróunarverkefnum tengdum skráningu á fjárfestingakostum og öðrum verkefnum

Hæfnikröfur

  • Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið grunnprófi á háskólastigi (BA/BSc) í raungreinum, t.d. verkfræði, tölvunarfræði, hagnýtum gagnavísindum, stærðfræði, tölfræði eða á sviði viðskipta eða hagfræði
  • Reynsla af og áhugi á greiningu gagna
  • Æskilegt er (en ekki skylda) að aðili sé kunnug eftirfarandi atriðum
    • Forritunartungumál, t.d. Python og/eða R
    • Skýrslutól, t.d. Power BI
    • Úrvinnslu gagna með MS SQL Server
    • Útgáfustjórnunartólum eins og Git
    • Microsoft Azure skýjalausn, þar með talið Azure DevOps

Ef þú hefur áhuga á að vinna meðal sérfræðinga á sviði fjármála í umhverfi þar sem lögð er áhersla á liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína, tileinka sér nýja þekkingu og læra ný vinnubrögð þá er Lífeyrissjóður verzlunarmanna fyrir þig. 

LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti, ábyrgð og umhyggju. LV hlaut hvatningarverðlaun Festu fyrir sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2022 og leggur áherslur á sjálfbærni í rekstri.

Hjá LV starfar 60 manna samhent liðsheild.  LV hefur hlotið jafnlaunavottun

Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst.

Vinsamlega sendið ferilskrá með umsókn á netfangið starf@live.is