Ævileið II
Hentar vel fyrir sjóðfélaga 55 ára og eldri








Fyrir hverja
Ævileið II hentar vel þeim sem eru að ávaxta sinn séreignarsparnað til miðlungi langs tíma eða lengur en 5 ár. Þessi leið hentar því vel fyrir sjóðfélaga sem eru 55 ára eða eldri og þeim sem vilja takmarka áhættu.
Ævileið II er áhættuminni en Ævileið I og stefnt er að hlutfall skuldabréfa sé um 75% af safninu. Hlutabréf nema um fjórðung af safninu að jafnaði, þar sem vægi erlendra verðbréfa er meira en innlendra. Markmið Ævileiðar II er að skila stöðugri ávöxtun með takmarkaðri áhættu.
Almennt séð er gengið út frá því að hlutabréf gefi hærri ávöxtun til lengri tíma en skuldabréf. Hinsvegar eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun hlutabréfa og því er áhættan meiri.

Ævilína: Sjálfvirk færsla milli Ævileiða eftir aldri
Þú getur valið sjálfvirka tilfærslu á milli Ævileiða eftir aldri og færist eignin við eftirfarandi aldursmörk:
- Ævileið I: yngri en 55 ára
- Ævileið II: eldri en 54 ára
- Ævileið III: Frá úttekt
Fjárfestingarstefna
Ævileið II horfir einkum til miðlungs langs tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Ævileið II hefur heimild til að fjárfesta meðal annars í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum.
Stefnt er á að hlutfall skuldabréfa sé um 75% af safninu og hlutabréf um 25% af safninu. Heimilt er að fjárfesta bæði í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum.
Ævileið II stefnir að því að 15% eigna séu í erlendri mynt og 85% í íslenskum krónum.
Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 6 ár hjá Ævileið II.
Helstu upplýsingar úr rekstri við lok árs 2022
1. júlí 2017
Stofndagur
2.731
Stærð í milljónum króna
0,2%
Rekstrarkostnaður
0,14%
Viðskiptakostnaður