Eigðu góð efri ár með hærri útgreiðslum

hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Iðgjöld þín í sjóðinn tryggja velferð þína og fjölskyldu með rétti til ævilangs lífeyris og víðtækrar tryggingaverndar.

Hvers vegna LV

Söfnun
réttinda

Ávinningur réttinda hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna er almennt hærri en hjá öðrum lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði, meðal annars vegna þess að örorkutíðni er mjög lág meðal sjóðfélaga.

Nánar

Útgreiðsla
lífeyris

Með greiðslu í sjóðinn ávinnur þú þér tryggingu fyrir ævilöngum lífeyrisgreiðslum frá því að taka lífeyris hefst. Þannig munt þú fá greiðslur sem endurspegla framlag þitt í gegnum árin, auk þeirrar ávöxtunar sem sjóðurinn hefur.

Nánar

lífeyris-
sjóðslán

Sjóðfélagar hafa rétt á láni til að fjármagna fasteign fyrir fjölskylduna eða annarrar langtímafjármögnunar og endurfjármögnunar eldri lána. Sjóðfélagalán eru fasteignaveðlán sem veitt eru á grundvelli laga um neytendalán.

Nánar

Fjárhagslegt öryggi skiptir okkur máli

Starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna leggur allan sinn metnað í að varðveita og ávaxta fé sjóðfélaga með besta mögulega hætti hverju sinni. Hlutverk sjóðsins er jafnframt að styðja við velferð þína og fjölskyldu við meiriháttar áföll.

Nánar um sjóðinn

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu sendar fréttir og tilkynningar frá sjóðnum.