Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Stjórnendur

Yfirstjórn sjóðsins eru skipuð framkvæmdastjóra og forstöðumönnum sem veita sjö sviðum sjóðsins forstöðu.

Markmiðið með skipuritinu er að styðja við skilvirkan rekstur og viðskiptalíkan sjóðsins. 

Svið sjóðsins eru sjö, fimm stoðsvið og tvö svið sem sinna kjarnastarfsemi:

  • Kjarnasvið eru lífeyrissvið og eignastýringarsvið.
  • Stoðsvið eru áhættustýring, lögfræðisvið, upplýsingatæknisvið, fjármálasvið og rekstrarsvið.
Guðmundur Þ3 Guðmundur Þ3

Guðmundur Þ. Þórhallsson

framkvæmdastjóri

Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2009. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur, mótar og innleiðir langtímaáherslur í stefnum sjóðsins og samræmir og samþættir helstu aðgerðir hans.

Guðmundur er menntaður viðskiptafræðingur með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður við eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 1997 og á fjármálamarkaði frá 1988.

Thomas Möller1 Thomas Möller1

Tómas N. Möller

forstöðumaður lögfræðisviðs

Gekk til liðs við LV 2008. Lögfræðisvið veitir stjórn, framkvæmdastjóra og sviðum sjóðsins lögfræðiráðgjöf og vinnur að margþættum viðfangsefnum og hagsmunagæslu. Veitir ráðgjöf varðandi stjórnarhætti og hefur umsjón með samþættingu sjálfbærni í starfseminni. Á sviðinu starfa þrír lögfræðingar.

Tómas er lögfræðingur, með lögmannsréttindi. Hann hefur m.a. sótt viðbótarmenntun á sviði stjórnunar, stjórnarhátta, verðbréfaviðskipta, sem og aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja. Hann hefur áralanga starfsreynslu úr stjórnsýslunnar, fastanefnd Íslands gagnvart ESB í Brussel, banka og lífeyrissjóðum.

Arne Arne

Arne Vagn Olsen

forstöðumaður eignastýringar

Gekk til liðs við LV 2018. Eignastýring hefur með höndum daglega stýringu eignasafna sjóðsins, þ.m.t. greining markaða, fjárfestingarkosta og ákvarðanir um viðskipti auk samskipta við innlenda og erlenda markaðsaðila og útgefendur fjármálagerninga. Á sviðinu eru átta starfsmenn.

Arne Vagn er menntaður sjávarútvegsfræðingur með MBA frá Copenhagen Business School auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.Hann hefur starfað á fjármálamarkaði frá 1999.

Margrét Kristinsdóttir Margrét Kristinsdóttir

Margrét Kristinsdóttir

forstöðumaður lífeyrissviðs

Gekk til liðs við LV 1995. Lífeyrissvið annast lífeyrisráðgjöf, mótar og innleiðir þróun lífeyrisafurða og úrskurð lífeyris. Séreignardeildir sjóðsins eru hluti af lífeyrissviði. Á sviðinu starfa sex starfsmenn, auk þriggja trúnaðarlækna.

Margrét er með meistaragráðu í rekstrahagfræði frá Universität Trier í Þýskalandi auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum. Áður en hún kom til LV starfaði hún sem framkvæmdastjóri fyrirtækis á neytendamarkaði.

Magnus Helgason3a Magnus Helgason3a

Magnús Helgason

forstöðumaður áhættustýringar

Gekk til liðs við LV 2015. Áhættustýring mótar og innleiðir áhættu- og áhættustýringarstefnu sjóðsins, framkvæmir áhættumat og greiningar og kemur að mótun og framkvæmd eftirlitskerfis sjóðsins. Í áhættustýringu starfa þrír starfsmenn.

Magnús er menntaður tölvunarfræðingur og með meistaragráðu í fjármálum og fjárfestingum auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum. Hann hefur starfað við áhættustýringu í fjármálakerfinu síðan 2010.

Valgarður Sverrisson Valgarður Sverrisson

Valgarður I. Sverrisson

forstöðumaður fjármálasviðs

Gekk til liðs við LV 1986. Fjármálasvið ber m.a. ábyrgð á fjárhagsbókhaldi, miðvinnslu og greiðslu reikninga og kemur að gerð ársreiknings. Á fjármálasviði eru fimm starfsmenn.

Valgarður er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði (MBA) frá McGill University Montreal auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.

Haraldur Arason Ny2023 Haraldur Arason Ny2023

Haraldur Arason

forstöðumaður upplýsingatæknisviðs

Gekk til liðs við LV 1986. Upplýsingatæknisvið þróar upplýsingakerfi sjóðsins, hefur umsjón með útvistun, notendaþjónustu og rekstri tölvukerfa. Á sviðinu eru sjö starfsmenn.

Haraldur er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði við hugbúnaðargerð áður en hann hóf störf hjá sjóðnum.

Hildur Hörn 3 Hildur Hörn 3

Hildur Hörn Daðadóttir

forstöðumaður rekstrarsviðs

Gekk til liðs við LV 2021. Rekstrarsvið annast innri og ytri þjónustu. Á sviðinu eru 26 starfsmenn í sex deildum: gæðastjórn, mannauður, þjónustuver, kynningar og markaðsstarf, skráning iðgjalda og lánadeild.

Hildur Hörn er með BS í Hótelstjórnun frá UNLV í Bandaríkjunum og MBA í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa lokið námskeiði á sviði sjálfbærni í rekstri frá University of Oxford. Hún hefur reynslu af fjölbreyttum störfum úr ýmsum atvinnugeirum þó lengst af hjá fjármálamörkuðum.