Gagnlegar upplýsingar

Hér er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að vinna við iðgjaldaskil.

1. janúar 2023 tóku gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Þá hækkaði lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5% hjá öllum launþegum og þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. Nánari upplýsingar má finna á vef Alþingis

Lífeyrisiðgjöld og félagsgjöld

Almenn lífeyrisiðgjöld

Lágmarksiðgjald til öflunar lífeyrisréttinda er 15,5% af heildarlaunum. Launþegar greiða 4% af launum og launagreiðendur 11,5%.

Sjálfstætt starfandi/verktaki eða einyrki greiðir bæði hlut launþega og launagreiðanda.

  • Sjálfstætt starfandi/verktakar og einyrkjar greiða líka samtals 15,5% í lífeyrissjóð, 4% sem launþegi og 11,5% sem launagreiðandi. 
  • Tanntæknar og aðstoðarfólk eiga rétt til aðildar að sjóðnum. Launþegar greiða 4% af launum og launagreiðendur 11,5%.

Síðasta greiðsla í sjóðinn er sama mánuð og sjóðfélagi verður 70 ára. Fyrsta lífeyrisgreiðslan til sjóðfélaga greiðist í sama mánuði og hann nær lífeyrisaldri. Almennt hefst taka lífeyris þegar sjóðfélaginn er 67 ára. Hægt er þó að flýta lífeyristöku allt fram að 65 ára aldri eða seinka allt að 80 ára aldri, nánar um ellilífeyri. Þegar sjóðfélaginn hefur ákveðið að hefja töku lífeyris t.d. 67 ára fær hann því fyrstu lífeyrisgreiðsluna síðasta virka dag þess mánaðar sem hann nær aldrinum, þ.e. í afmælismánuðinum.

Iðgjöld í séreignarsparnað

Í flestum kjarasamningum er ákvæði um 2% mótframlag launagreiðenda í séreignarsjóð launþega sem þýðir að þeir sem spara 2 - 4% af launum fá þá 2% í mótframlag frá launagreiðanda.

Félagsgjöld

Félagsgjöld reiknast af sama grunni og lífeyrisiðgjaldið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Sjóðurinn innheimtir félagsgjöld fyrir eftirfarandi félög: 

  • VR
  • Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna (FTAT)

Hér má finna nánari upplýsingar um félagsgjöldin.

Launagreiðendum og sjálfstæðum atvinnurekendum er skylt að tilkynna sjóðnum ef þeim ber ekki lengur að standa skil á iðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra hafa látið af störfum. Þetta er best að gera með því að senda póst á netskil@live.is.

Endurhæfingarsjóður

Öllum launagreiðendum er skylt að inna af hendi iðgjald, 0,1% af heildarlaunum, sem rennur til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Þetta er samkvæmt 12. gr. laga nr. 73/2011. Greiðsluskylda nær einnig til þeirra sem ekki eiga aðild að kjarasamningum.

Samkvæmt lögunum ber launagreiðanda að standa skil á iðgjaldinu til þess lífeyrissjóðs sem hann greiðir lífeyrisiðgjald til. Lífeyrissjóðnum ber þannig að hafa milligöngu um innheimtu gjaldsins og ráðstafar því svo til VIRK  Starfsendurhæfingarsjóðs.

Endurhæfingarsjóður greiðist af lífeyrisiðgjaldsstofni, 0,1%.

Nánari upplýsingar um VIRK Starfsendurhæfingarsjóð er að finna á vef VIRK .

Kjaramálagjald

Greitt af launagreiðendum sem eru í Félagi atvinnurekenda. Gjaldið greiðist af lífeyrisiðgjaldastofni, 0,17%

Greiðsluupplýsingar

Þrjár leiðir eru mögulegar við greiðslu iðgjalda:

  • Greiða kröfur sem myndast í heimabanka.
  • Greiða í netbanka inn á bankareikning 515-26-1007, kt. 430269-4459.
  • Greiða með bankainnleggi.
  Almennar greiðsluupplýsingar
Kennitala 430269-4459
Bankareikningur 515-26-1007
Lífeyrissjóðsnúmer 860
Lífeyrissjóðsnúmer séreignardeildar 861
Félagsnúmer VR 511
Félagsnúmer FTAT 962
Gjalddagi 10. dagur næsta mánaðar
Eindagi Síðasti virki dagur þess mánaðar
Myndsendir 580 4099
Sími 580 4000

Gjalddagi og eindagi iðgjalda

Gjalddagi- 10. næsta mánaðar

Dæmi: Iðgjöld vegna launa í október eru með gjalddaga 10. nóvember.

Eindagi - síðasti virki dagur næsta mánaðar

Dæmi: Iðgjöld vegna launa í október eru með eindaga síðasta virka dag í nóvember.

Eigi greiðsla sér ekki stað innan þess mánaðar eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Innheimtuferli

Innheimtuferli hefst ef iðgjöld eru ógreidd á eindaga.

Ferlið er eftirfarandi:

  • Aðvörun send 15. dag fyrsta mánaðar eftir eindaga, þar sem gefinn er 15 daga frestur.
  • Lokaaðvörun send 10. dag annars mánaðar eftir eindaga, þar sem gefinn er 14. daga frestur.
  • Málið sent lögfræðingi til innheimtu í þriðja mánuði eftir eindaga.

Dæmi ef ágúst er í vanskilum:

  • Gjalddagi er 10. september.
  • Eindagi er 30. september.
  • Aðvörun send 15. október með fresti til 30. október.
  • Lokaaðvörun send 10. nóvember með fresti til 24. nóvember.
  • Lögfræðingi sent málið til innheimtu í desember.

Eftirlit Ríkisskattstjóra

Ríkisskattstjóri safnar í kjölfar hvers árs upplýsingum um iðgjaldsskyld laun og skil iðgjalda til lífeyrissjóða. Þetta er gert með samanburði á upplýsingum af launamiðum, skattframtölum og iðgjaldaskilum til lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðum ber að innheimta vangoldin iðgjöld á grundvelli upplýsinga frá Ríkisskattstjóra að viðbættum dráttarvöxtum.

Nánari upplýsingar um þetta er að finna á vef Ríkisskattstjóra.