Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Ævileið I

Hentar vel fyrir sjóðfélaga undir 55 ára aldri sem stefna að góðri langtímaávöxtun með skilvirkri dreifingu eigna. 

AEI Gengi 08.23 AEI Gengi Mobile 08.23
AEI Nafnavoxtun 08.23 AEI Nafnavoxtun Mobile 08.23
AEI Eignasamsetning 08.23 AEI Eignasamsetning Mobile 08.23
AEI Staerstueignir 08.23 AEI Staerstueignir Mobile 08.23

Fyrir hverja

Ævileið I hentar vel þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað sinn til lengri tíma og er hugsuð fyrir sjóðfélaga yngri en 55 ára. Getur líka hentað eldri sem eru tilbúin til að taka meiri áhættu. Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Ævileið I af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er á að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Markmið Ævileiðar I er að skila góðri langtímaávöxtun með skilvirkri eignadreifingu.

Almennt séð er gengið út frá því að hlutabréf gefi hærri ávöxtun til lengri tíma en skuldabréf. Hinsvegar eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun hlutabréfa og því er áhættan meiri.

Aevileid

Ævilína: Sjálfvirk færsla eftir aldri

Þú getur valið sjálfvirka tilfærslu á milli Ævileiða eftir aldri og færist eignin við eftirfarandi aldursmörk:

  • Ævileið I: yngri en 55 ára
  • Ævileið II: 55 ára og eldri
  • Ævileið III: Frá úttekt

Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna Ævileiðar I gefur heimild til að fjárfesta m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Stefnt er að því að um helmingur eigna sé í hlutabréfum og um helmingur í skuldabréfum. Heimilt er að fjárfesta bæði í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum fjárfestingarleiðarinnar.  

  • Ævileið I stefnir að því að 30% eigna séu í erlendri mynt og 70% í íslenskum krónum. 
  • Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 8 ár hjá Ævileið I.

Helstu upplýsingar úr rekstri við lok árs 2022

Ævilína

1. júlí 2017

Stofndagur

Fjárfestingar

3.366

Stærð í milljónum króna

Fólk Á Vinnumarkaði

0,2%

Rekstrarkostnaður

Séreignarsparnaður

0,16%

Viðskiptakostnaður

Um samþættingu áhættu tengdri sjálfbærni við fjárfestingarákvarðanir

Lífeyrissjóðurinn vinnur að mótun og innleiðingu stefnu um ábyrgar fjárfestingar og aðra þætti sem varða mat á sjálfbærniáhættu og samþættingu mats sjálfbærniþáttum við fjárfestingarákvarðanir.

Jóhann Guðmundsson

Jóhann Guðmundsson

eignastýring

Við val á fjárfestingarleið er gott að huga meðal annars að því hve langt er í útgreiðslu, hver eignastaða þín er og hvert viðhorf þitt til áhættu er. Fjárfestingarleiðir okkar bjóða upp á mismunandi eignasamsetningu til að mæta ólíkum þörfum sjóðfélaga eins og aldri og áhættuþoli.

Séreignarsparnaður

Sækja um séreignarsparnað

Þú þarft aðeins að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og fylla út samning um séreignarsparnað. Við látum launagreiðanda vita.

Sækja um