Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Opnað fyrir umsóknir um stjórnarsetu

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að leita eftir framboðum áhugasamra um setu í stjórnum félaga með stuðningi sjóðsins. Þessi ákvörðun er í takti við þær breytingar sem hafa verið að gerast undanfarin misseri varðandi opnari og gagnsærri stjórnarhætti í samfélaginu, og stefnu lífeyrissjóðsins.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sem hluthafi í félögum rétt til að styðja frambjóðendur til stjórnarsetu í félögunum. Einkum er um að ræða skráð hlutafélög, en einnig getur verið um að ræða önnur félög. Lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á að stjórnir þeirra félaga sem hann fjárfestir í séu sem best skipaðar og stuðla þannig að góðum rekstri til lengri tíma litið.

Valnefnd, sem skipuð er formanni stjórnar, varaformanni, framkvæmdastjóra og ráðgjafa frá Intellecta, metur umsóknir og leggur fyrir stjórn tillögu um hvaða umsækjanda sjóðurinn styðji. Stjórn lífeyrissjóðsins ákveður síðan hvern skuli styðja til stjórnarsetu.

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt reglur um val frambjóðenda til setu í framangreindum stjórnum. Reglunum er ætlað að gera áhugasömum aðgengilegra að leita eftir stuðningi sjóðsins til stjórnarsetu og stækka þann hóp sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna getur leitað til í þeim efnum. 

Reglur um val á frambjóðendum.

Umsókn um setu í stjórn félags með stuðningi LV.