Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Um yfirlit frá sjóðnum

Hvað er Mitt.live.is?  

Mitt.live.is er það sama og Mínar síður. Þar getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum og skoðað þín réttindi, greiðslur og umsóknir auk skjala eins og yfirlita. Allt á einum stað. Við hvetjum alla sjóðfélaga til að skoða sínar síður og skoða til dæmis, lífeyrisáætlun o.fl. gagnlegt.  

Hvað er átt við með lífeyrisréttindi?

Þegar þú greiðir til sjóðsins ávinnur þú þér rétt til ævilangs lífeyris, mánaðarlegum greiðslum til æviloka. Einnig myndast réttur til örorkulífeyris, barnalífeyris og makalífeyris.

 

Ef yfirlitið segir að miðað sé við að þú greiðir 15,5% iðgjalds af launum þá fer allt lögbundna iðgjaldið þitt til hækkunar á mánaðarlegum ævilöngum lífeyri, maka- og örorkulífeyri. 

 

Ef yfirlitið segir að miðað sé við að þú greiðir 12% iðgjald af launum þá fer 12% til hækkunar á mánaðarlegum ævilöngum lífeyri, maka- og örorkulífeyri og 3,5% er ráðstafað í tilgreinda séreign. Tilgreind séreign myndar ekki réttindi heldur er þín séreign. 

Taka lífeyris hefst?

Þú getur valið að taka út þinn lífeyri frá 60 ára aldri. Eins og sést á yfirlitinu þá er upphæðin lægri ef þú byrjar úttektina fyrr en hærri ef þú byrjar seinna að taka út. Ástæðan er að þegar þú byrjar fyrr að fá greitt þarf að gera ráð fyrir greiðslum á lengra tímabil. Þannig jafnist upphæðin út þegar hún dreifist.  Að sama skapi verði hærri upphæð greidd í færri mánuði ef þú byrjar seinna að taka út.  

 

Dæmi: 500.000 kr. réttindi miðað við 67 ára aldur (miðað er við að ekki komi inn viðbótariðgjöld).  

 

Ævilangur lífeyrir eftir því hvenær er byrjað á lífeyri.  

  • 60 ára 319.000
  • 65 ára 436.000
  • 67 ára 500.000 
  • 70 ára 623.500 

Ef greitt er í sjóðinn eftir að byrjað er á lífeyri, þá er lífeyrir endurreiknaður á hverju ári í afmælismánuði og réttindi sem viðbótariðgjöld veita er bætt við lífeyrisgreiðslur. 

Hvað er áunninn lífeyrir?

Áunninn lífeyrir eru þau réttindi sem þú hefur nú þegar áunnið þér með greiðslum til sjóðsins. Upphæðin breytist eftir því frá hvaða tíma lífeyris úttekin hefst.  Á Mínum síðum sérðu alltaf hversu háan lífeyrir þú hefur áunnið þér miðað við hvenær þú vilt byrja úttekt.  

Skráðu þig inn til að skoða áunninn lífeyri hjá LV og öðrum sjóðum. 

Rétt er að benda á að tekjuskattur er greiddur af lífeyri þegar hann er tekinn út. 

Hvað er áætlaður lífeyrir?

Áætlun ævilangs lífeyris sem þú finnur á yfirlitinu þínu þýðir að ef þú greiðir áfram til sjóðsins af sömu launum þá áætlum við að þú hafir áunnið þér þá krónutölu við t.d. 67 ára aldur. Ef þú byrjar fyrr á lífeyri þá verður sú upphæð lægri af því hún verður þá greidd í lengri tíma. Ef þú byrjar seinna að taka út lífeyri þá verður mánaðarleg upphæð hærri.  

Rétt er að benda á að lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og greiddur er tekjuskattur við útborgun.  

Það sem getur síðan haft áhrif á þessa áætluðu greiðslu er til dæmis:  

  • Ef launin þín hækka þá verður greiðslan hærri.
  • Ef launin þín lækka þá verður greiðslan lægri. 
  • Ávöxtun sjóðsins getur haft áhrif bæði til hækkunar og lækkunar. 
  • Breytingar á meðallífslíkum fólks geta haft áhrif til hækkunar eða lækkunar því sjóðnum ber að greiða ævilangan lífeyrir mánaðarlega þar til sjóðfélagi fellur frá.  

Staða séreignar og tilgreindrar séreignar

Þessi hluti yfirlitsins birtist aðeins hjá þeim sem eiga séreign og/eða tilgreinda séreign hjá sjóðnum.

Hér má sjá verðmæti eignar þinnar í séreign og tilgreindri séreign miðað við ákveðna dagsetningu. Upphæðin er ekki áætluð miðað við mögulega úttekt en staða inneignar hjá sjóðnum miðað við gengi hverju sinni er ávallt aðgengileg á Mínum síðum. Einnig er hægt að áætla framtíðarséreign í lífeyrisáætlun á Mínum síðum.

Greiðslur úr séreign eru ekki verðtryggðar. Greiddur er tekjuskattur af þeim útborgunum við úttekt. 

Skráðu þig inn til að skoða séreign á Mínum síðum 

 

Greiðslur til sjóðsins

Launagreiðanda ber skylda til að skila iðgjöldum í lífeyrissjóð.  Yfirlitið birtir þær greiðslur sem hafa borist yfir ákveðið tímabil en eðlilegt er að síðustu 1-2 mánuði vanti á yfirlitið þar sem eindagi þeirra greiðslna hefur ekki runnið upp.  

Rétt er að hvetja alla til að skoða innborganir reglulega, bera saman við launaseðla og láta vita ef innborganir stemma ekki við launaseðla.  

 

Varstu að skipta um vinnu? Þú gætir þurft að gera nýjan samning um séreignarsparnað á Mínum síðum því hann flyst ekki á milli launagreiðenda.