Tryggingarfræðileg staða

Tryggingafræðileg staða segir til um getu sjóðsins til að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2022 er -5,6%. 

Tryggingafræðileg úttekt á stöðu sjóðsins felst í að reikna annars vegar áfallnar skuldbindingar miðað við áunninn rétt sjóðfélaga og hins vegar heildarskuldbindingar miðað við að virkir sjóðfélagar greiði áfram til sjóðsins þar til þeir hefja töku lífeyris.

Við úttektina er miðað við að ávöxtun sjóðsins á næstu áratugum verði 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs.  

Ro-uun-tryggingafr-ilgrar-sto-e-uat3x-100

Nánar er fjallað um tryggingafræðilega stöðu í kaflanum um Lífeyri í árs- og sjálfbærniskýrslu sjóðsins