Kennitölur
Hér eru settar fram helstu kennitölur úr ársreikningi 2021. Kennitölurnar eru sýndar 5 ár aftur í tímann eða allt til ársins 2016.
Ávöxtun
Nafnávöxtun á árinu 2021 var 16,9% sem samsvarar 11,6% raunávöxtun. Hrein ávöxtun, það er þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum, var 11,5%.
Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára var 8,8% og síðustu tíu ára 7,6%. Hrein raunávöxtun sjóðsins síðustu tuttugu árin var 5,2%.
Tafla: Ávöxtun 2016-2021
Ávöxtun | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
---|---|---|---|---|---|---|
Hrein nafnávöxtun | 16,9% | 14,7% | 18,7% | 4,3% | 7,6% | 0,9% |
Raunávöxtun | 11,6% | 11% | 15,8% | 1,1% | 5,9% | (1,0%) |
Hrein raunávöxtun | 11,5% | 10,8% | 15,6% | 1,0% | 5,7% | (1,2%) |
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) |
8,8% | 6,2% | 6,1% | 4,8% | 5,9% | 6,4% |
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) |
7,6% | 6,7% | 6,0% | 4,6% | 1,7% | 1,2% |
Hrein raunávöxtun |
5,2% | 4,5% | 4,1% | 3,9% | 4,2% | 4,4% |
Skipting fjárfestinga eftir gjaldmiðlum
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig eignir í íslenskum krónum og eignir í erlendum gjaldmiðlum hafa þróast á síðustu árum.
Skipting eftir tegund lífeyris
Ellilífeyrir er stærsti flokkurinn en þar á eftir koma örorku-, maka- og barnalífeyrir. Skiptingin hefur haldist nokkuð jöfn á milli ára en ellilífeyririnn hefur þó aukist jafnt og þétt. Að sama skapi hefur hlutfall allra hinna flokkanna lítillega minnkað.
Fjöldi sjóðfélaga og lífeyrisþega
Í árslok 2020 voru lífeyrisþegar alls 21.530 samanborið við 10.024 í árslok 2010 og hefur fjöldinn því rúmlega tvöfaldast á rúmum áratug.
Lífeyrir í hlutfalli af iðgjöldum nam 61,5% á liðnu ári.