Skattlagning
Lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur.
Frá 1. janúar 2019 verður tekjuskattur einstaklinga eftirfarandi:
- | Af fyrstu 927.087 kr. | 36,94% |
- | Af fjárhæð umfram 927.087 kr. | 46,24% |
Það er á ábyrgð hvers lífeyrisþega að tilkynna í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera. Nauðsynlegt er að upplýsa sjóðinn um tekjur frá öðrum aðilum en lífeyrissjóðnum, svo greiðslur frá honum skattleggist í réttu skattþrepi. Ekki þarf að hafa samband við sjóðinn ef greiðslur frá öðrum að viðbættum greiðslum frá lífeyrissjóðnum eru lægri en 927.087 kr. á mánuði.
Sjóðurinn sér um að skila staðgreiðslu af lífeyrisgreiðslum til
skattayfirvalda. Skattkort eru rafræn og nauðsynlegt er að láta vita hversu
hátt hlutfall af skattkorti þú vilt nýta hjá sjóðnum.
Persónuafsláttur
Persónuafsláttur árið 2019 er 56.447 kr. á mánuði
Skattkort lækkar skattinn því það veitir rétt til persónuafsláttar á staðgreiðsluári. Eigi lífeyrisþegi ónýttan persónuafslátt er mikilvægt að afhenda sjóðnum skattkort.
Lífeyrisþegar geta nýtt allt að 100% af ónýttu skattkorti maka til skattalækkunar.
Við fráfall maka geta lífeyrisþegar nýtt skattkort makans í 9 mánuði frá og með andlátsmánuði.
Skattleysismörk miðað við lægsta skattþrep
Skattleysismörk lífeyrisþega eru 152.807 kr. á mánuði og eru fundin með því að deila persónuafslættinum 56.447 kr. með skattprósentunni 36,94%.
Dæmi um skattkort
Lífeyrisþegi sem er með 50.000 kr. á mánuði í lífeyri þarf að afhenda
sjóðnum 33% skattkort til að þurfa ekki að greiða staðgreiðslu.
(50.000 kr. x 0,3694 / 56.447 = 0,327)
Nánari upplýsingar um skatta má finna á heimasíðu RSK hér.