Skattlagning

Lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur.

Frá 1. janúar 2022 verður tekjuskattur einstaklinga eftirfarandi:

1. þrep Af tekjum 0 - 370.482 kr. 31,45%
2. þrep

Af tekjum 370.483- 1.040.106 kr.

37,95%
3. þrep Af tekjum yfir 1.040.106 kr.46,25%

Það er á ábyrgð hvers lífeyrisþega að tilkynna í hvaða skattþrepi tekjuskattsgreiðslur eiga að vera. Nauðsynlegt er að upplýsa sjóðinn um tekjur frá öðrum aðilum en lífeyrissjóðnum, svo greiðslur frá honum skattleggist í réttu skattþrepi. 

Sjóðurinn sér um að skila staðgreiðslu af lífeyrisgreiðslum til skattayfirvalda. Skattkort eru rafræn og nauðsynlegt er að láta vita hversu hátt hlutfall af skattkorti þú vilt nýta hjá sjóðnum.

Persónuafsláttur

Persónuafsláttur árið 2022 er 53.916 kr. á mánuði

Skattkort lækkar skattinn því það veitir rétt til persónuafsláttar á staðgreiðsluári.  Eigi lífeyrisþegi ónýttan persónuafslátt er mikilvægt að láta sjóðninn vita.

Lífeyrisþegar geta nýtt allt að 100% af ónýttu skattkorti maka til skattalækkunar.

Við fráfall maka geta lífeyrisþegar nýtt skattkort makans í 9 mánuði frá og með andlátsmánuði.

Skattleysismörk miðað við lægsta skattþrep

Skattleysismörk lífeyrisþega eru 171.434 kr. á mánuði og eru fundin með því að deila persónuafslættinum 53.916 kr. með skattprósentunni 31.45%.

Dæmi um skattkort

Lífeyrisþegi sem er með 100.000 kr. á mánuði í lífeyri þarf að láta sjóðinn vita að hann vilji nota 58% skattkort til að þurfa ekki að greiða staðgreiðslu.  (100.000 kr. x 0,3145 / 53.916 = 0,583)

Nánari upplýsingar um skatta má finna á heimasíðu RSK hér

Skattgreiðsla barna

Börn sem ná ekki 16 ára aldri á árinu, greiða 6% skatt af tekjum sínum umfram 180.000 kr.

Börn fá persónuafslátt í byrjun þess árs sem þau verða 16 ára og dregst þá staðgreiðsla skatts af barnalífeyri í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.

Skattgreiðsla lífeyrisþega sem búa erlendis

Ef lífeyrisþegi býr í landi sem Ísland hefur gert tvísköttunarsamning við og samningurinn kveður á um að lífeyristekjur eigi að skattleggja í búseturíki, þarf hann að sækja um undanþágu frá greiðslu skatta árlega á heimasíðu Skattsins. Lífeyrissjóðnum ber að halda eftir staðgreiðslu nema ef samþykkt undanþága liggur fyrir.

Samkvæmt tvísköttunarsamningi Norðurlandanna skal lífeyrir skattlagður í því landi sem hann er greiddur. Allur lífeyrir sem aðilar búsettir á Norðurlöndunum fá héðan er samkvæmt því skattlagður á Íslandi og aldrei gefnar út undanþágur. Lífeyrissjóðnum ber samkvæmt því að halda eftir staðgreiðslu en persónuafsláttur miðast við greiðslutíma. Ef um eingreiðslu er að ræða fær viðkomandi persónuafslátt miðað við greiðslumánuðinn (engin uppsöfnun).