Laus störf
Við bjóðum tvö störf laus til umsóknar. Kannaðu hvort þú sért kandídat í starf ráðgjafa í lífeyris- og lánamálum eða sérfræðings á fjármálasviði.
Ráðgjafi
Við leitum að öflugum og traustum einstaklingi með jákvætt viðmót, góða samskiptahæfni og brennandi áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum þér að ganga til liðs við samheldinn og faglegan hóp starfsmanna sem hefur það að markmiði að veita sjóðfélögum trausta og hlýja ráðgjöf á öllum stigum lífsins.
Sem ráðgjafi verður þú mikilvægur tengiliður við sjóðfélaga — bæði þá sem þegar njóta lífeyrisréttinda, lánaréttinda, iðgjaldagreiðendur og þá sem eru virkir sjóðfélagar .
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita faglega ráðgjöf og upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld, innheimtu og lánamál.
- Ráðgjöf í síma, með rafrænum hætti og í móttöku á skrifstofu.
- Tryggja að öll samskipti séu byggð á virðingu, trausti og góðri þjónustu.
- Styðja við innri þjónustu sjóðsins með góðum samskiptum, samvinnu og skipulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf, önnur menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í ráðgjafar- og þjónustustarfi.
- Reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur.
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni til að byggja upp jákvæð tengsl.
- Góð samskiptahæfni, samkennd og tillitssemi í öllum aðstæðum.
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
- Geta til að vinna vel í hóp og veita verkefnum góða samvinnu með lausnamiðaðri nálgun.
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi.
- Góð íslensku kunnátta, bæði í tali og riti.
- Góð ensku kunnátta, bæði í tali og riti
- Önnur tungumálakunnátta er kostur.
Við leitum að þér sem:
- Hefur áhuga á að styðja sjóðfélaga með upplýstri og faglegri ráðgjöf og hlýju viðmóti.
- Nýtur þess að leysa úr málum á faglegan og mannlegan hátt.
- Leggur metnað í að veita góða þjónustu og sér tækifæri í hverjum samskiptum til að skapa jákvæða upplifun fyrir sjóðfélaga.
Umsókn
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar og lýsing á þeirri hæfni sem gerir þig vel hæfan(n) til að sinna starfi ráðgjafa hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Nánari upplýsingar veitir Inga hjá Hagvangi.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á miðvinnslu til þess að starfa á fjarmálasviði fyrirtækisins.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir aðila sem hefur áhuga og góðan skilning á fjármálum, bankasamskiptum og bakvinnslu, og jafnframt gott með að tileinka sér nýjungar og býr yfir umbótahugsun.
Helstu verkefni:
- Dagleg skráning og frágangur verðbréfaviðskipta.
- Samskipti við innlenda og erlenda vörsluaðila sjóðsins.
- Greiningar og skýrslugerðir.
- Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
- Þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Haldgóð starfsreynsla af bakvinnslustörfum á fjármálamarkaði
- Reynsla af reikningshaldi og skýrslugerð
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta, þ.m.t. reynsla af vinnu með Excel.
- Þekking á BC/ NAV er kostur.
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
- Tölugleggni, nákvæmni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.
Umsókn
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar og lýsing á þeirri hæfni sem gerir þig vel hæfan(n) til að sinna starfi ráðgjafa hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Nánari upplýsingar veitir Inga hjá Hagvangi eða Garðar hjá VinnVinn.