Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Prentuð yfirlit heyra sögunni til

Yfirlit eru nú eingöngu rafræn. Sjóðfélagar sem skrá netfang sitt og símanúmer á sjóðfélagavef fara í pottinn og geta unnið 50.000 króna gjafakort.

sjodfelagi i tolvu sjodfelagi i tolvu

Nýlega tók gildi reglugerð sem heimilar lífeyrisjóðum að birta yfirlit sín eingöngu rafrænt inn á sjóðfélagavef tvisvar á ári. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun því hér eftir aðeins senda yfirlit á rafrænu formi og geta sjóðfélagar nálgast þau hvenær sem er með því að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn, mitt.live.is. Tilkynning um nýtt yfirlit verður send á netfang sjóðfélaga í hvert sinn.

Við fögnum þessu skrefi sem styður við stefnu sjóðsins um að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif sjóðsins auk þess sem kostnaður lækkar. Á mitt.live.is má líka finna stöðu réttinda, umsókna, lána o.fl.  

Skráðu þig og þú gætir unnið 50.000 krónur!

Til að hvetja sjóðfélaga til að skrá netfang sitt og símanúmer á sjóðfélagavefinn munum við draga út þrjá heppna sjóðfélaga sem hafa skráð/staðfest netfang sitt og síma frá áramótum og til 1. júní. Skráðu þig inn strax í dag!

Nánar:

  • 1. júní drögum við út 3 heppna sjóðfélaga sem hafa skráð sig inn á mitt.live.is á árinu og staðfest eða nýskráð netfang og símanúmer. 
  • Gjafakortin verða inneignarkort frá fjármálastofnun. 
  • Starfsmenn sjóðsins eru ekki í pottinum. 
  • Hver sjóðfélagi er einu sinni í pottinum óháð fjölda innskráninga.