Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

LV tekur þátt í samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða um fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur sett sér markmið um að fjárfesta fyrir 150 milljarða króna í hreinni orkuframleiðslu og loftslagstengdum verkefnum fyrir árið 2030, undir merkjum CIC, „Climate Investment Coalition“. Þessi nýju markmið koma til viðbótar við 30 milljarða króna sem LV hefur þegar fjárfest í slíkum verkefnum.
Pic1 Pic1

LV er þar í hópi þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem stefna samanlagt á 580 milljarða króna fjárfestingu í sjálfbærri orkuframleiðslu og tengdum verkefnum, fyrir lok þessa áratugar. Í heild nema skuldbindingar þeirra norrænu og bresku lífeyrissjóða sem standa að CIC um 130 milljörðum bandaríkjadala

Þátttaka LV er liður í auknum áherslum lífeyrissjóðsins á ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Hún er í samræmi við nýútgefna stefnu lífeyrissjóðsins um ábyrgar fjárfestingar sem og stefnu um útilokun í eignasöfnum LV, þar sem m.a. er vikið að útilokun fjárfestingakosta sem byggja á vinnslu tilgreindra tegunda jarðefnaeldsneytis.

Með þátttöku LV í CIC vill LV styðja við markmið Parísarsáttmálans frá árinu 2015 um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. 

Nánari upplýsingar: