Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Lífeyrisgreiðslur 2017 um 11% hærri en árið áður

Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiddi samtals rúmlega 13.609 milljónir króna í lífeyri á árinu 2017. Það er nærri 11% aukning frá árinu áður, þegar greiðslurnar voru samtals 12.281 milljón króna. Á sama tíma fjölgaði lífeyrisþegum úr 14.736 að meðaltali yfir árið í 15.946, eða um 8,2%.

Stærsti hluti lífeyrisgreiðslna kemur úr samtryggingardeild. Þar er ellilífeyrir fyrirferðarmestur og nam 9.408 milljónum króna á árinu 2017. Það er 11,7% meira en árið áður þegar greiðslurnar voru 8.419 milljónir. Örorkulífeyrir, makalífeyrir og barnalífeyrir hækkuðu minna.

Úr séreignardeild voru greiddar 568 milljónir króna, sem er 14% meira en 2016, þegar greiðslurnar voru 498 milljónir.

Undanfarin ár hefur þróun lífeyrisgreiðslna verið á svipaðan veg, þ.e. greiðslur hafa hækkað meira en sem nemur fjölgun lífeyrisþega. Það er bæði eðlileg og fyrirséð þróun, þar sem smám saman fjölgar þeim sjóðfélögum sem greitt hafa iðgjöld af öllum launum og auk þess hærra iðgjaldahlutfall af launum en áður var.

Heildargreiðslur lífeyris úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna á árinu 2017 jafngilda því að greiddar hafi verið að meðaltali 1.134 milljónir króna í mánuði hverjum til lífeyrisþega. Árið 2016 námu greiðslurnar að meðaltali 964 milljónum króna á mánuði.