Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur gert hlé um óákveðinn tíma á móttöku umsókna sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum, hvort sem um er að ræða mánaðarlegar breytingar eða með vaxtabreytingarheimild eftir 36 eða 60 mánuði.
22. okt. 2025
Ákvörðunin er tekin í framhaldi dóms Hæstaréttar nr. 55/2024, þar sem sjóðurinn þarf svigrúm til að meta möguleg áhrif dómsins á vaxtaákvæði í skuldabréfum sjóðfélagalána með breytilegum vöxtum. Þá kunna niðurstöður annarra tengdra mála sem eru rekin fyrir dómstólum að hafa áhrif. Í ákvörðun sjóðsins felst engin afstaða til mögulegra áhrifa.
Umsóknir sem þegar hafa borist sjóðnum
Umsóknir um sjóðfélagalán sem bárust fyrir birtingu tilkynningar þessarar verða afgreiddar í samræmi við þær reglur sem giltu þegar umsóknirnar bárust.
Lán með föstum verðtryggðum vöxtum í boði
Sjóðfélögum bjóðast verðtryggð lán með 4,6% föstum vöxtum með lánstíma frá 5 til 25 ára. Lánstími til fyrstu kaupenda er allt að 40 ár.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar verða birtar á vef sjóðsins. Velkomið er að hafa samband við ráðgjafa sjóðsins í síma 580 4000 eða senda fyrirspurn.