Fyrstu kaupendur geta sótt um viðbótarlán ef það er í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti og er hámarksveðhlutfall 85%. Viðbótarlánið er óverðtryggt með fasta vexti í 3 ár og er að hámarki til 25 ára.
Fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt grunnlán til 40 ára.
Fyrstu kaupendur hafa lánsrétt hjá sjóðnum ef þeir hafa einu sinni greitt iðgjald til sjóðsins eða greitt einu sinni í séreignarsparnað.
Ekkert uppgreiðslugjald er á húsnæðislánum sjóðsins og er hægt að greiða þau upp, eða greiða inn á þau hvenær sem er.
Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.