Ævileið III

Hentugur fjárfestingartími: til skemmri tíma, t.d. eftir að útgreiðsla hefst

Ævileið III hentar vel þeim sem eru að ávaxta sinn séreignarsparnað til miðlungs og skemmri tíma og er hugsuð t.d. fyrir sjóðfélaga sem hafa hafið útgreiðslur. Ævileið III inniheldur takmarkaða áhættu sem næst með samsetningu skuldabréfa og innlána. Stefna safnsins er að hlutfall skuldabréfa sé um 80% af safninu og um 20% í innlánum. Hlutabréf eru ekki hluti af fjárfestingarmengi Ævileiðar III. Markmið safnsins er að varðveita áunna eign, en um leið skila jákvæðri raunávöxtun.

Fjárfestingarstefna

Ævileið III horfir til miðlungs og skemmri tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Samkvæmt fjárfestingarstefnu fjárfestir Ævileið III í skuldabréfum, hlutdeildarskírteinum og innlánum. Stefnt er á að 80% safnsins sé í skuldabréfum og 20% í innlánum eða lausafjársjóðum. Hlutabréf eru ekki hluti af fjárfestingarmengi Ævileiðar III.

Ávöxtun eftir tímabilum

Nafnávöxtun Ævileið III
Frá áramótum1,6%
1 mán0,2%
3 mán1,1%
6 mán1,3%
12 mán1,9%
3 ára meðaltal 2,6%
5 ára meðaltal 3,8%

Ávöxtun miðast við gengi í febrúar 2023. Gengi miðast við stöðu ávöxtunarleiða 24. febrúar 2023.

Skipting eignasafns Ævileiðar III

Vægi
30.09.2022
StefnaLágmarkHámark
Ríkisskuldabréf 49,5% 50% 20% 100%
Veðskuldabréf og
fasteignatengd verðbréf
30,0% 30% 0% 60%
Önnur skuldabréf 0,0% 0% 0% 50%
Innlend hlutabréf 0,0% 0% 0% 0%
Innlent laust fé20,5% 20% 0% 40%
Erlend hlutabréf 0,0% 0% 0% 0%
Aðrar erlendar eignir 0,0% 0% 0% 0%

  • Ævileið III fjárfestir eingöngu í eignum í íslenskum krónum.
  • Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 4 ár hjá Ævileið III.

Helstu upplýsingar 30.9.2022


LV tekur ekki þóknun fyrir rekstur séreignarleiða sinna. Einungis er dreginn frá beinn rekstrarkostnaður. Á síðasta ári var heildar rekstrarkostnaður Ævileiðar III 0,2% af eignum sjóðsins.