Séreign

Að byggja upp séreignarsparnað er einföld og hagkvæm leið til að eignast sjóð sem þú getur nýtt við starfslok, sem innágreiðslu inn á fasteignalán og við fyrstu íbúðarkaup. 

Sýndu framsýni með séreignarsparnaði

Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í séreignarsjóð áður en skattur er reiknaður á laun.

Í kjarasamningum er ákvæði um 2% mótframlag launagreiðenda í séreignarsjóð launþega sem þýðir að þeir sem spara að lágmarki 2% og allt að 4% af launum fá 2% í mótframlag frá launagreiðanda.

Séreignarlífeyrir er laus til útgreiðslu þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri. Sjóðfélaginn ræður þá sjálfur hvernig sparnaðurinn er greiddur út, hvort sem er í einu lagi eða dreift yfir lengri tíma. Einnig er hægt að ráðstafa séreignarsparnaðinum, skattfrjálst upp að ákveðinni fjárhæð, inn á fasteignalán. 

Séreignarsparnaður er þín eign

Það er einfalt að byrja séreignarsparnað. Einungis þarf að fylla út samning um séreignarsparnað á sjóðfélagavefnum þínum. Við sjáum um að senda samninginn til launagreiðanda.

Séreignarsparnaður erfist að fullu eftir reglum erfðalaga við fráfall sjóðfélaga. Séreignarsparnaður er afar hagstætt sparnaðarform. Iðgjöldin eru undanskilin staðgreiðsluskatti. Ávöxtun er undanskilin fjármagnstekjuskatti. Séreignarsjóðurinn nýtur lagaverndar gegn innheimtuaðgerðum. 2% mótframlag launagreiðanda er ígildi launahækkunar. Við ákveðnar aðstæður er úttekinn séreignarlífeyrir undanskilinn staðgreiðsluskatti (Fasteignakaup). Að öðru jöfnu er staðgreiðsluskattur greiddur af séreignarlífeyri þegar hann er greiddur út.