Barnalífeyrir
Barnalífeyrir er greiddur með börnum þínum ef þú fellur frá eða verður öryrki. Sama rétt eiga fósturbörn og stjúpbörn sem eru á framfærslu þinni.
Hver eru skilyrðin fyrir greiðslu barnalífeyris?
Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er að látinn maki/foreldri hafi greitt í sjóðinn í 2 ár á síðustu 3 árum eða í a.m.k. 6 mánuði síðasta árið fyrir fráfall.
Ef þú ert öryrki og færð greiddan örorkulífeyrir frá sjóðunum áttu rétt á barnalífeyri ef þú hefur greitt í sjóðinn í 2 ár á síðustu 3 árum eða þú átt rétt á framreikningi. Réttur til barnalífeyris fylgir ávallt sömu hlutföllum og örorkulífeyrir og greiðist vegna barna fædd fyrir orkutap eða á næstu 12 mánuðum þar á eftir.
Hversu hár er barnalífeyrir?
Barnalífeyrir er nú 24.549 kr. á mánuði fyrir hvert barn og er greiddur til 20 ára aldurs þess. Barnalífeyrir er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs.
Barnalífeyrir getur skerst ef hann er greiddur samhliða skertum örorkulífeyri.
Hver fær greiddan barnalífeyri?
Barnalífeyrir vegna andláts er greiddur inn á reikning barns, barnalífeyrir vegna örorku greiðist örorkulífeyrisþeganum.