Persónuupplýsingar vegna lántakenda

Sjóðurinn safnar og varðveitir ýmsar persónuupplýsingar um lántakendur sína. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um ólíka lántakendur og kann vinnsla og söfnun á persónuupplýsingum að fara eftir eðli viðfangsefnis hverju sinni.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem sjóðurinn safnar um lántakendur sína:

  • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;
  • upplýsingar um bankareikning;
  • upplýsingar um hjúskaparstöðu;
  • upplýsingar um veðstað;
  • upplýsingar vegna greiðslumats eru m.a.;
  • upplýsingar um eignastöðu;
  • upplýsingar um skuldastöðu;
  • upplýsingar um ábyrgðir;
  • upplýsingar um veðstöðu;
  • tekjuupplýsingar og
  • Skattaupplýsingar og
  • upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga í áhættuhópi í skilningi laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka („peningaþvættislög“), en til áhættuhóps teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, nánasta fjölskylda þeirra og einstaklingar sem vitað er að eru nánir samstarfsmenn þeirra.

Auk framangreindra upplýsinga, kann sjóðurinn einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem lántakendur láta sjóðnum sjálfir í té sem og aðrar upplýsingar sem eru sjóðnum nauðsynlegar vegna starfsemi hans.

Að meginstefnu til aflar sjóðurinn persónuupplýsinga beint frá lántakendum, en upplýsingum vegna greiðslumats er aflað frá CreditInfo. Þá kann sjóðurinn að vinna persónuupplýsingar sem eru aðgengilegar almenningi, t.d. af vef Alþingis, í þeim tilgangi að halda lista yfir þá aðila sem gegna háttsettum opinberum störfum á Íslandi í skilningi peningaþvættislaga.

Hvers vegna er persónuupplýsingum safnað og á hvaða grundvelli?

Sjóðurinn safnar persónuupplýsingum um sjóðfélaga fyrst og fremst til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli heimildar/skyldu í lögum, til að efna skyldur sínar samkvæmt kjarasamningum og samningum við sjóðfélaga, sem og á grundvelli lögmætra hagsmuna sjóðsins.

Dæmi um vinnsluaðgerð sjóðsins sem byggir á lagaskyldu er skráning upplýsinga um stjórnmálaleg tengsl lántakenda í áhættuhópi í skilningi peningaþvættislaga. Þá vinnur sjóðurinn lánaumsóknir og afgreiðir þær á grundvelli beiðni sjóðfélaga um gerð lánasamnings.

Í þeim tilvikum þar sem að söfnun og vinnsla persónuupplýsinga krefst samþykkis sjóðfélaga, er sjóðfélaga ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki sitt. Öll samskipti í tengslum við slíka afturköllun eða breytingu á innihaldi samþykkis skal beina til persónuverndarfulltrúa sjóðsins.

Sjóðurinn skuldbindur sig til þess að öll vinnsla á persónuupplýsingum um sjóðfélaga sé lögleg, sanngjörn og gagnsæ. Upplýsingum verði aðeins safnað í tilteknum, sérstökum og lögmætum tilgangi og að söfnun og vinnsla gangi ekki lengra en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Vinnsla skal í öllum tilvikum vera nægileg, viðeigandi og takmörkuð við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

Varðveisla á persónuupplýsingum

Sjóðurinn mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum.

Gögn er tengjast umsókn um lán og afgreiðslu lána eru varðveitt í 10 ár eftir að lán er uppgreitt.

Ef hætt er við umsókn eða umsókn er hafnað er varðveislutími 3 mánuðir.

Varðveislutími persónuupplýsinga er afmarkaður nánar í reglum sjóðsins um varðveislutíma.