Upplýsingar um ráðstöfun atkvæða LV á hluthafafundum skráðra félaga

LV hefur sett sér þá stefnu að birta upplýsingar um ráðstöfun atkvæðisréttar LV í skráðum innlendum hlutafélögum. Stefnt er að því að tíðni birtingar sé að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Nánar um beitingu atkvæðaréttar LV úr hluthafastefnu sjóðsins

LV nýtir atkvæðisrétt sinn á hluthafafundum í félögum sem sjóðurinn hefur fjárfest í á Íslandi.

Framkvæmdastjóri LV ákveður hver skuli fara með atkvæði sjóðsins á hluthafafundum í félögum sem sjóðurinn á eignarhlut í og hefur heimild til að veita öðrum aðila umboð til að fara með atkvæðisrétt sjóðsins.

Við beitingu atkvæðisréttar styður LV tillögur sem sjóðurinn telur til þess fallnar að auka verðmæti hlutafjár og samræmast hagsmunum lífeyrissjóðsins sem fjárfestis.

Með vísan til vegvísa LV sem fjárfestis gengur sjóðurinn út frá því að stjórn félags leitist ávallt við að gæta sem best langtímahagsmuna félagsins. Því styður LV almennt tillögur stjórnar á hluthafafundum. LV lítur á það sem síðasta valkost að kjósa gegn tillögum stjórnar, að öðrum leiðum fullreyndum.

LV mun að öðru jöfnu beita sér gegn tillögum sem sjóðurinn telur að hafi neikvæð áhrif á rétt hluthafa eða fjárhagslega hagsmuni þeirra. LV mun í slíkum tilvikum almennt leitast við að gera stjórn viðkomandi félags kunnugt um afstöðu sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur á hluthafafundi.

LV leggur áherslu á meginregluna um að jafn atkvæðisréttur fylgi hverjum hlut í félagi. Þar af leiðir mun LV að öðru jöfnu greiða atkvæði gegn tillögum sem leiða til annarrar niðurstöðu.

LV telur forkaupsrétt hluthafa að nýju hlutafé sé mikilvægur réttur hluthafa til að tryggja eignahlut sinn í félagi. Við mat á mögulegri eftirgjöf forkaupsréttar er almennt litið til rekstrarhagsmuna félagsins og eigendahagsmuna LV.

Nánar má sjá í hluthafastefnu sjóðsins sem er að finna hér .

Atkvæðagreiðslur eftir fyrirtækjum