Ávöxtun

Fjárfestingarstefna sjóðsins byggir á því að skila góðri langtímaávöxtun. Búast má við að ávöxtun eignasafns með 40-60% vægi hlutabréfa sveiflist á milli ára. Samval eignaflokka og verðbréfa skal þó stuðla að því að takmarka sveiflur í ávöxtun.

Sameignardeild

Tafla:  Ávöxtun

Hrein raunávöxtun síðustu fimm ára var 6,4% og síðustu tíu ára 1,2%. Hrein raunávöxtun sjóðsins síðustu tuttugu árin var 4,4%.

Ávöxtun  2016 2015 2014 2013 2012

Hrein nafnávöxtun*

0,9% 12,4% 9,8% 10,2% 13,4%

Raunávöxtun*

(1,0%) 10,3% 8,7% 6,4% 8,6%

Hrein raunávöxtun*

(1,2%) 10,2% 8,7% 6,3%

8,5%

Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal)

 6,4% 7,3% 5,9% 4,4% (2,4%)

Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal)

1,2% 2,5% 3,1% 3,4% 3,9%

Hrein raunávöxtun (20 ára meðaltal)

4,4% 4,9% 4,7% 4,6% 4,6%

* Ávöxtun er reiknuð skv. reglum FME (ekki daglegt gengi eigna)


Séreignardeild

Sjóðfélagar í séreignardeild geta valið á milli tveggja ávöxtunarleiða, verðbréfaleiðar og innlánsleiðar.

Verðbréfaleið

Verðbréfaleiðin er ávöxtuð samhliða sameignardeildinni.  Ávöxtun verðbréfaleiðar er því sú sama og sjá má hér að ofan. 

Innlánsleið

Eignir innlánsleiðar eru að fullu ávaxtaðar í innlánum banka með áherslu á verðtryggð innlán. Hrein nafnávöxtun árið 2016 var 3,8% sem samsvarar 1,6% raunávöxtun.

Innlánsleið  2016  2015 2014  2013  2012

Hrein nafnávöxtun*

 3,8%  3,4%  2,6% 5,2%  6,2%

Hrein raunávöxtun*

 1,6%  1,4%  1,6%  1,5% 1,6%

*Ávöxtun er reiknuð skv. reglum FME (ekki daglegt gengi eigna).