Endurskoðunarnefnd

Í lögum um ársreikninga er kveðið á um að við einingar tengdum almannahagsmunum, þ.a.m. lífeyrissjóðum, skuli starfa endurskoðunarnefnd.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er eftirfarandi:

  • Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  • Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits og áhættustýringu.
  • Eftirlit með endurskoðun ársreiknings.
  • Mat á óhæði og eftirlit með öðrum störfum endurskoðunarfyrirtækis.
  • Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðunarfyrirtæki.

Endurskoðunarnefnd heyrir beint undir stjórn lífeyrissjóðsins. Stjórnin hefur skipað eftirtalda aðila í endurskoðunarnefnd:

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar. Guðrún er jafnframt varaformaður stjórnar sjóðsins. Guðrún er mannfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Kjörís. Hún er formaður Landssamtaka lífeyrissjóða ásamt því að vera formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins. 

  • Anna G. Sverrisdóttir er rekstrarfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá AGMOS ehf. Anna var formaður endurskoðunarnefndar LV frá apríl 2015 til mars 2016.
  • Oddur Gunnar Jónsson er sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs VR. Oddur hefur mikla reynslu á sviði reikningshalds og endurskoðunar en hann starfaði hjá KPMG í 27 ár og var þar mest að vinna á sviði sveitarfélaga.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar 

Markmið endurskoðunarnefndar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að starfa samkvæmt íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og ber stjórn ábyrgð á störfum nefndarinnar.