Endurskoðunarnefnd

Í lögum um ársreikninga er kveðið á um að við einingar tengdum almannahagsmunum, þ.a.m. lífeyrissjóðum, skuli starfa endurskoðunarnefnd.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er eftirfarandi:

  • Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  • Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits og áhættustýringu.
  • Eftirlit með endurskoðun ársreiknings.
  • Mat á óhæði og eftirlit með öðrum störfum endurskoðunarfyrirtækis.
  • Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðunarfyrirtæki.

Endurskoðunarnefnd heyrir beint undir stjórn lífeyrissjóðsins. Stjórnin hefur skipað eftirtalda aðila í endurskoðunarnefnd: 

  • Jón Ólafur Halldórsson, formaður nefndarinnar. Jón hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir ráðgjafarstörfum ásamt stjórnarstörfum. Hann er m.a. með MBA gráðu með áherslu á fjármál fyrirtækja og MS í stjórnum og stefnumörkun í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Jón er varaformaður stjórnar LV.
  • Helga Ingólfsdóttir starfar við bókhald og verkefnastjórnun. Hún er viðurkenndur bókari og hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ. Helga á sæti í stjórn LV.
  • Margret G. Flóvenz er löggiltur endurskoðandi og er með víðtæka reynslu af endurskoðunarstörfum.

Starfsreglur endurskoðunarnefndar 

Markmið endurskoðunarnefndar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er að starfa samkvæmt íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og ber stjórn ábyrgð á störfum nefndarinnar.