Hefur þú undirritað samning um erlenda lífeyristryggingu?
Vissir þú að söluaðilar geta tekið háar samningsþóknanir sem dragast frá því sem þú borgar inn?
Hjá okkur er ekki tekinn kostnaður af iðgjaldinu sem þú greiðir í sjóðinn og fer því allt sem þú greiðir beint í ávöxtun, kostnaðurinn endurspeglast í gengi hvers tíma.
Viltu meiri séreign?
Þú getur ráðstafað allt að 9,5% af launum í séreign hjá okkur: 6% í valfrjálsan viðbótarsparnað þar sem þú borgar 2-4% og launagreiðandi bætir 2% við. Að auki getur þú bætt við 3,5% í tilgreinda séreign án þess að borga meira í lífeyrissjóð. Kynntu þér málið vel eða bókaðu tíma með ráðgjafa í síma eða á staðnum.
Hvað er séreignarsparnaður?
Séreignarsparnaður er einföld og hagkvæm leið til að fjölga valkostum við starfslok, greiða inn á lán eða inná fyrstu íbúðarkaupin. Nýttu þér séreignarsparnað og tryggðu þér 2% launahækkun um leið.
Nánar
Hvað er tilgreind séreign?
Vilt þú auka séreignina þína án þess að greiða meira? Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem hentar vel þeim sem eru komnir í hálfleik á starfsævinni.
Nánar
Meira fyrir þig
Þú þarft að velja hvar séreignin þín er geymd og ávöxtuð. Vandaðu valið svo þinn sparnaður fari í ávöxtun en ekki í gjöld.
Nánar
Hvaða fjárfestingarleið hentar þér?
Hlutabréf
Skuldabréf
Ævileið I
Ávöxtun sl. 5 ár 7.3%
Hentugur fjárfestingartími er 7 ár og lengur
Aldur í Ævilínu
Yngri en 55 ára
Ávöxtun á árinu
7.3%
Hlutabréf
Skuldabréf
Ævileið II
Ávöxtun sl. 5 ár 5.9%
Hentugur fjárfestingartími er 5 ár og lengur
Aldur í Ævilínu
55 ára og eldri
Ávöxtun á árinu
7.4%
Innlán
Skuldabréf
Ævileið III
Ávöxtun sl. 5 ár 4.9%
Stuttur fjárfestingartími eða eftir að útgreiðsla hefst
Aldur í Ævilínu
frá úttekt
Ávöxtun á árinu
7.9%
Ævilína
Sjálfvirk færsla milli Ævileiða eftir aldri
Sjóðfélögum er boðið upp á sjálfvirka tilfærslu á milli fjárfestingarleiða eftir aldri og færist eign viðkomandi milli fjárfestingarleiða.
Verðbréfaleið
Verðbréfaleið var opin fyrir nýjum sjóðfélögum fram til 1. júlí 2017. Verðbréfaleiðin fylgir sömu fjárfestingarstefnu og sameignardeild. Sjóðfélögum sem eiga lífeyrissparnað í Verðbréfaleið er heimilt að flytja eign sína í Ævileið I, II eða III en ekki er heimilt að flytja eignir úr Ævileiðum yfir í Verðbréfaleið.
Hversu miklu getur þú safnað?
Forsendur eru 5% ávöxtun og söfnun til 67 ára aldurs þó þú getir byrjað að taka út fyrr.
Þitt framlag
0 kr.
Sparnaður á mánuði
0 kr.
Útborguð laun lækka um
0 kr.
Heildarinneign
0 kr.
Þar af ávöxtun
0 kr.
Hvernig nota ég séreignina?
Séreignarsparnað getur þú notað til að ferðast, hætta fyrr að vinna eða notað skattfrjálst til að auka sparnað í fasteign og lækka greiðslubyrði. Hvernig ætlar þú að nota þinn sparnað?
Nánar
Fyrstu kaup?
Auðveldaðu fyrstu íbúðakaupin með séreignarsparnaði - og það skattfrjálst. Fyrstu kaupendur geta sótt um allt að 85% lán hjá okkur.
Nánar
Kynntu þér kosti LV
Veldu lífeyrissjóð sem vinnur fyrir þig og þína. Við bjóðum góða ávöxtun, framúrskarandi þjónustu og fjölbreytta valmöguleika í séreign.