Veðleyfi

Ávallt þarf að sækja um veðleyfi til sjóðsins þegar veðsetja skal eign sem sjóðurinn er með veðbönd á. 

Almennt veitir lífeyrissjóðurinn ekki heimild til veðsetningar láns frá þriðja aðila fyrir framan þann veðrétt sem lán sjóðsins er tryggt á. Þá gefur sjóðurinn ekki eftir uppfærslurétt við uppgreiðslur lána sem eru fyrir framan veð sjóðsins. Þó er hægt að óska eftir skilyrtu veðleyfi vegna lána sem greiða á upp vegna nýrrar lántöku.

Fylgigögn með veðleyfi

  • Nýtt veðbandayfirlit.
  • Staðfesting á nýrri lántöku.
  • Nýjar eftirstöðvar áhvílandi lána sem koma á undan láni lífeyrissjóðsins.
  • Afrit af tryggingarbréfum sem hvíla á eigninni (ef við á).
  • Afrit af þinglýstum kaupsamningi hafi eignin skipt um eigendur á síðustu 3 árum.
  • Verðmat frá löggiltum fasteignasala (í samráði við starfsmenn sjóðsins).
  • Vottorð um smíðatryggingu sé eign í smíðum.
Beiðni um veðleyfi