Veðbandslausn að hluta

Við sérstakar aðstæður gæti þurft að óska eftir veðbandslausn að hluta. Þá gilda áfram almennar reglur um veðhlutföll.

Hægt er að óska eftir veðbandslausn að hluta ef veðrými eftir breytingar á eign eða skerðingu veðs, er nægjanlegt fyrir áhvílandi lán, bæði lán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og lán frá öðrum stofnunum sem eru fyrir framan lán sjóðsins í veðröð. 

Sjá lánareglur sjóðsins.