Eignasamsetning

Eignir sjóðsins eru í vel áhættudreifðum söfnum hlutabréfa og skuldabréfa, innanlands og erlendis.

 

Verðbréfaeign sjóðsins að meðtöldu lausafé nam 1.173 milljörðum króna í árslok 2022 samanborið við 1.201 milljarða króna í árslok 2021. 

Eignasamsetning-Eignasamsetning-sameignardeildarat3x-100

Sundurliðun innlendra hlutabréfa

Vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sjóðsins í árslok 2022 nam 17,1% samanborið við 19,1% í árslok 2021. Nánari upptalningu á eign sjóðsins í einstökum hlutafélögum má sjá í skýringu 9 í ársreikningi sjóðsins

Sundurliðun innlendra skuldabréfa

Innlend skuldabréfaeign sameignardeild sjóðsins, að skuldabréfasjóðum og sjóðfélagalánum meðtöldum, nam 419 milljörðum króna í árslok 2021 samanborið við 393 milljarða árið áður. Innlend skuldabréf eru um 35% af eignum sjóðsins samanborið við 39% hlutfall í árslok 2021. Lífeyrissjóðurinn hefur um langt árabil fjárfest í innlendum skuldabréfum og vega þar þyngst skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs ásamt veðskuldabréfum og öðrum fasteignatengdum verðbréfum. 

Veitt voru ný sjóðfélagalán á árinu fyrir 20,4 milljarða króna en hrein útlán voru neikvæð um 9,3 milljarða króna. Hlutfall sjóðfélagalána af innlendu skuldabréfasafni nemur 20,7% í árslok 2021 samanborið við 24% í árslok 2020. 


Sundurliðun erlendra verðbréfa

Í árslok 2021 nam erlend verðbréfaeign sameignardeildar auk erlends lausafjár um 525 milljörðum króna samanborið við 427 milljarða í árslok 2020. Erlend verðbréfaeign sjóðsins er um 45% af heildareignum og hefur vaxið undanfarin ár í samræmi við við aukna áherslu á áhættudreifingu í eignasafni. Stærstur hluti erlenda eignasafnsins er ávaxtaður í skráðum erlendum hlutabréfum, ýmist í sérgreindum söfnum (93 milljarðar króna) eða hlutabréfasjóðum (um 313 milljarðar) auk þess sem sjóðurinn á eignarhlut í Össuri hf. sem skráður er í dönsku kauphöllinni. Tæplega 65 milljarðar eru ávaxtaðir í framtakssjóðum (e. private equity) en slíkir sjóðir sérhæfa sig í fjárfestingu í óskráðum fyrirtækjum með það að markmiði að bæta rekstur og þar með virði þeirra. Þá á sjóðurinn einnig hlut í óskráðum innviða- og fasteignasjóðum fyrir um 16 milljarða króna.

Nánari sundurliðun á erlendri verðbréfaeign í árslok má sjá í skýringu 9 í  ársreikningi sjóðsins.