Barnalífeyrir

Barnalífeyrir er greiddur með börnum þínum ef þú fellur frá. Einnig fá fósturbörn og stjúpbörn barnalífeyri ef þú hefur séð um framfærslu þeirra að mestu eða öllu leyti.

Hver eru skilyrðin fyrir greiðslu barnalífeyris?

Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er að látinn maki/foreldri hafi greitt í sjóðinn í 2 ár á síðustu 3 árum eða  í a.m.k. 6 mánuði síðasta árið fyrir fráfall.

Hversu hár er barnalífeyrir?

Barnalífeyrir er nú 25.363 kr. á mánuði fyrir hvert barn og er greiddur til 20 ára aldurs þess. Barnalífeyrir er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs.

Barnalífeyrir getur skerst ef hann er greiddur samhliða skertum örorkulífeyri. 

Hver fær greiddan barnalífeyri?

Barnalífeyrir vegna andláts er greiddur inn á reikning barns.

Séreign

Ef þú átt inneign í séreignardeild og fellur frá, greiðist inneignin þín til erfingja og skiptist milli þeirra eftir reglum erfðalaga um lögerfðir. Vegna skattfrestunarákvæða iðgjaldagreiðslna þá er reiknaður tekjuskattur við útborgun séreignarsparnaðar en ekki erfðafjárskattur.

Gögn sem fylgja þurfa umsókn vegna andláts eru;

  1. Vottorð frá sýslumanni sem heitir Yfirlit um framvindu skipta
    Þar kemur fram hverjir eru lögerfingjar.
  2. Upplýsingar um bankareikningsnúmer lögerfingja

Börn eða maki geta afsalað sínum hluta og er þá útbúin sérstök yfirlýsing þess efnis á skrifstofu sjóðsins sem aðilar þurfa að undirrita.

Skattgreiðsla barna

Börn sem ná ekki 16 ára aldri á árinu, greiða 6% skatt af tekjum sínum umfram 180.000 kr.

Börn fá persónuafslátt í byrjun þess árs sem þau verða 16 ára og dregst þá staðgreiðsla skatts af barnalífeyri í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.

Tilkynna þarf sjóðnum ef nýta á persónuafslátt við útgreiðslu barnalífeyris, hægt er að gera það hér

Sjá nánar um tekjuskatt.