Lífeyrir

Almenna reglan er að sjóðfélagi byrji lífeyristöku 67 ára. Þó er hægt að flýta því um sjö ár eða seinka til allt að 80 ára. Séreign er laus til útgreiðslu við 60 ára aldur. Tilgreind séreign er laus til útgreiðslu við 67 ára aldur sem þó er hægt að flýta og byrja 62 ára.

Lífeyrisaldur er miðaður við 67 ár. Sjóðfélagi getur flýtt lífeyristöku til 60 ára aldurs eða seinkað til allt að 80 ára. Sé lífeyristöku flýtt lækka mánaðarlegar greiðslur til sjóðfélagans, en ef lífeyristöku er frestað hækka mánaðarlegar greiðslur .

Ekki er hægt að gefa almenna ráðgjöf sem gildi fyrir alla um hvenær rétt sé að hefja lífeyristöku, það fer eftir aðstæðum hvers og eins, t.d. eignastöðu, heilsu, fjölskylduhögum o.s.frv.

Séreign er laus til útgreiðslu þegar sjóðfélagi er 60 ára. Alþingi hefur samþykkt tímabundin sérlög sem heimila að ráðstafa iðgjaldi séreignar inn á höfuðstól íbúðaláns, einnig að taka út séreign til að fjármagna fyrstu íbúðakaup.

Tilgreind séreign er laus til útgreiðslu þegar sjóðfélagi er 67 ára. Þó er hægt að taka tilgreinda séreign út fyrr með ákveðnum skilyrðum. Þá má úttekt hefjast við 62 ára aldur (eða síðar) og skal þá dreifa úttektinni í jöfnum mánaðarlegum greiðslum þar til sjóðfélagi verður 67 ára.

Greiða skal staðgreiðslu skatta af öllum útgreiðslum lífeyris eins og af venjulegum atvinnutekjum.