Vinnustaðurinn okkar
Við erum öflug og kvik liðsheild í hvetjandi umhverfi þar sem lögð er áhersla á vandaða úrlausn viðfangsefna með samvinnu og góðum samskiptum.
Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi. Í boði er góð starfsaðstaða og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Við hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sérhæfum okkur í að treysta fjárhagslega framtíð sjóðfélaga við starfslok og veita áfallavernd fyrir þá og fjölskyldu þeirra. Hjá sjóðnum starfar hópur sérfræðinga sem hefur hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi í öllum sínum störfum og leitast við að veita framúrskarandi þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi sjóðfélaga.
- Við höfum opið og hvetjandi starfsumhverfi þar sem við leggjum áherslu á vandaða úrlausn viðfangsefna með samvinnu og góðum samskiptum.
- Verkefni okkar eru margþætt og leitum við sífellt leiða til að gera betur með árangursríkum hætti í þágu sjóðfélaga og samfélagsins.
Gildin okkar
Fyrirtækjamenning okkar er byggð á gildum LV; ábyrgð, umhyggja og árangur. Með þau að leiðarljósi í okkar daglegum störfum verður til fyrirmyndarvinnustaður, öflug liðsheild og þekkingardrifin menning.
Ábyrgð
Fagmennska, áræði og samviskusemi.
Áhersla á vandaða áhættustýringu, eftirfylgni með fyrirtækjum sem fjárfest er í og áherslu á góða stjórnarhætti. Til grundvallar liggja vönduð vinnubrögð, hæft starfsfólk og skýr skilaboð frá stjórn um ábyrg vinnubrögð.
Umhyggja
Umhyggja með áherslu á heilindi og ráðvendni.
Áhersla á frumkvæði í þjónustu og gott viðmót. Áhersla á að virkja og hvetja starfsfólk í starfi og að vera þátttakendur í stefnumótun og markmiðasetningu sjóðsins.
Árangur
Keppa að settum markmiðum og skila góðu starfi við stjórnun og í öðrum störfum fyrir sjóðinn. Þessi markmið birtast m.a. í áherslum á skilvirkni, arðsemi, stöðugleika í rekstri, starfsánægju, opna stjórnarhætti og vilja til að veita sjóðfélögum á öllum aldri góða þjónustu. Eftirfylgni felst í raunhæfri markmiðasetningu og hvatningu til starfsmanna.
Jafnrétti og samkeppnishæf kjör
Við tökum reglulega stöðuna og metum starfskjör á fjármálamarkaði til að tryggja að kjörin séu samkeppnishæf og í samræmi við starfskjarastefnu sjóðsins. Mannauðsstefna okkar tekur mið af því að allir séu metnir að verðleikum.
Við höfum fengið jafnlaunavottun í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012 frá árinu 2022 og Jafnlaunavottun VR frá árinu 2014.
Starfsþróun
Hjá okkur er opið starfsumhverfi þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum við að ná árangri og efla starfsemina. Starfsmannasamtöl eru hluti af virkri endurgjöf og veita mikilvægan ramma fyrir umræður um líðan, frammistöðu í starfi en er einnig vettvangur til að setja fram markmið um starfsþróun. Við tökum líka púlsinn fjórum sinnum á ári með stuttum könnunum um ýmsa þætti starfseminnar.
Þekkingardrifið umhverfi
Við leggjum áherslu á að hver og einn hafi þekkingu, reynslu og hæfni til að sinna þeim verkefnum sem honum er falið að sinna. Í síbreytilegu umhverfi er mikilvægt að endurmenntun sé hluti af starfsumhverfinu og því vinnum við eftir fræðsluáætlun og öflugri innri fræðslu.
Við leggjum áherslu á að allir hafi aðgang að starfsþjálfun og möguleika til starfsþróunar. Starfsmannasamtöl eru meðal annars hönnuð til að meta fræðsluþörf og óskir varðandi starfsþróun.
Sjálfbærni
LV leggur áherslu á sjálfbærni í rekstri með tilliti til mannauðs, umhverfis og efnahags. Við höfum tengt áhersluverkefni okkar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í viðleitni okkar til að draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að jákvæðum áhrifum á starfsfólk og samstarfsaðila.

Fríðindi
- Bistró: Við rekum okkar eigið Bistró og bjóðum upp á heita máltíð í hádeginu og salatbar gegn vægu gjaldi.
- Öflugt starfsmannafélag: Hjá sjóðnum er starfsmannafélagið Gógó sem skipuleggur viðburði eins og golfnámskeið, pílukast, árshátíð, jólaveislu, íþróttakeppnir og margt fleira.
- Styrkir: Við bjóðum ýmsa styrki til að efla heilsu og hreysti, andlega og líkamlega.
- Fjarvinnustefna: Við höfum fjarvinnustefnu og bjóðum styrki til kaupa á búnaði til að bæta aðstöðuna heima, þó ekki fyrir tækjabúnað sem við útvegum öllu starfsfólki sem kýs að nýta sér stefnuna.
- Samgöngustyrkur: Við hvetjum alla til að nýta sér vistvæna ferðakosti til og frá vinnu og bjóðum samgöngustyrk. Hjá okkur er líka læst hjólageymsla og sturtuaðstaða.
- Heilsufarsmælingar: Við bjóðum reglulegar heilsufarsmælingar í samvinnu við fagaðila.