Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Stefán Sveinbjörnsson nýr formaður stjórnar

Stefán Sveinbjörnsson var kjörinn nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að loknum ársfundi sjóðsins í vikunni. Fráfarandi formaður Jón Ólafur Halldórsson tók við sem varaformaður.

Stefán Sveinbjörnsson Stefán Sveinbjörnsson

Stefán er tilnefndur af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri VR frá árinu 2013 og verið í endurskoðunarnefnd sjóðsins frá árinu 2014 að frátöldum árunum 2019-2021. Stefán er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BSc í viðskiptalögfræði, BSc í viðskiptafræði, diplóma í rekstrarfræðum, próf í verðbréfamiðlun og sveinspróf í rafvirkjun.

Nánar um stjórn og stjórnendur í nýrri árs- og sjálfbærniskýrslu sjóðsins.