Tilgreind séreign

Þitt er valið

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok og erfist samkvæmt erfðalögum. Allir sem eru aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, hafa val um að ráðstafa allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign.

Skipting á skyldubundnu iðgjaldi

Þú hefur val um að 3,5% af því sem launagreiðandi greiðir fari í samtryggingu eða í tilgreinda séreign. 

1. janúar 2023 taka gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem varða tilgreinda séreign. Smelltu hér til að kynna þér í hverju þær felast.

Tilgreind séreign

Ef þú velur að ráðstafa hluta af mótframlagi þínu í tilgreinda séreign, fyllir þú út tilkynningu á mitt.live.is. Ef þú gerir ekkert fer mótframlag launagreiðanda í samtryggingu eins og annað skyldubundið iðgjald. Iðgjald sem er ráðstafað í tilgreinda séreign er þín einkaeign en á móti myndar hún ekki rétt til ævilangs lífeyris heldur minnkar inneign með hverri úttekt þar til hún tæmist.

Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá 62 ára aldri, en þá er greiðslunum dreift þar til þú nærð 67 ára aldri. Hægt er að taka út tilgreinda séreign fyrr ef þú ert metinn með 50% eða meiri örorku. Við fráfall skiptist hún samkvæmt reglum erfðalaga.

Gott að vita!

  • Þín einkaeign
  • Erfist samkvæmt erfðalögum
  • Úttekt frá 62 ára
  • Til útgreiðslu við örorku

Samtrygging

Samtrygging veitir þér mikilvæg réttindi og verðmæta tryggingarvernd við áföll. Þú eignast ekki tiltekna inneign á reikningi, eins og gildir um séreignarsparnað, heldur ávinnur þú þér tryggingu fyrir ævilöngum lífeyrisgreiðslum frá því að taka lífeyris hefst.

Ævilangur lífeyrir er greiddur ævina á enda í samræmi við áunnin réttindi. Önnur laun eða greiðslur skerða ekki ævilangan lífeyri.

Auk réttar til ævilangs lífeyris ávinnur þú þér rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu. Sömuleiðis ávinnur þú maka þínum rétt til makalífeyris við fráfall og börnum þínum rétt til barnalífeyris ef starfsgeta þín skerðist verulega eða þú fellur frá.

Almennur eftirlaunaaldur miðast við 67 ára aldur. Þú hefur jafnframt val um að flýta töku lífeyris til 65 ára aldurs eða fresta til allt að 80 ára aldurs.

Gott að vita!

  • Ævilangur lífeyrir

  • Réttur til örorkulífeyris

  • Réttur til maka- og barnalífeyris

  • Sveigjanleiki við töku lífeyris

Nánar um samtryggingu

Munur á séreign og tilgreindri séreign

Séreign er valfrjáls sparnaður, viðbót við lögbundin lífeyrissparnað. Ef þú sparar 2-4% af þínum launum þá greiðir launagreiðandi 2% mótframlag. Séreign má ráðstafa skattfrjálst inn á húsnæðislán eða við kaup á fyrstu íbúð. Þú getur hafið úttekt við 60 ára aldur.

Tilgreind séreign er hluti af lögbundnum lífeyrissparnaði. Þú hefur val um að ráðstafa allt að 3,5% af mótframlagi launagreiðanda í tilgreinda séreign með því að fylla út tilkynningu. Hægt er að taka út tilgreinda séreign frá 62 ára með ákveðnum skilyrðum.

Fjárfestingarleiðir

Í boði eru þrjár fjárfestingarleiðir

Ævileið I – Langtímaleið: Markmið safnsins er að skila góðri langtíma ávöxtun með skilvirkri eignadreifingu. Ætluð til að ávaxta safn lengur en til 7 ára.
Ævileið II  – Varfærin leið: Markmið safnsins er að skila stöðugri ávöxtun með takmarkaðri áhættu. Ætluð til að ávaxta safn lengur en til 5 ára.
Ævileið III – Úttektaleið: Markmið safnsins er að varðveita áunna eign, en um leið skila jákvæðri raunávöxtun.


Ævilína - Sjálfvirkur flutningur
á milli fjárfestingarleiða:
Iðgjald og inneign færist úr Ævileið I í Ævileið II við 55 ára aldur og úr Ævileið II  í Ævileið III við úttekt

Ávallt er hægt að breyta um fjárfestingarleið og færa inneign á milli fjárfestingarleiða. 

Nánar um fjárfestingarleiðir

Ráðstöfun á tilgreindri séreign

Á sjóðfélagavefnum ráðstafar þú viðbótariðgjaldinu. Aðgangur er með rafrænum skilríkjum.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú prentað út tilkynninguna um upplýst samþykki, fyllt út og komið henni til okkar.

Ráðstafa hækkun mótframlags

Ráðstöfun til annars vörsluaðila