Ævileið 1

Hentugur fjárfestingartími: lengur en 7 ár

Ævileið I hentar vel þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað sinn til lengri tíma og er hugsuð fyrir sjóðfélaga yngri en 55 ára. Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Ævileið I af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er á að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Markmið safnsins er að skila góðri langtímaávöxtun með skilvirkri eignadreifingu.

Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna Ævileiðar I gefur heimild til að fjárfesta m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Stefnt er að því að um helmingur eigna sé í hlutabréfum og um helmingur í skuldabréfum. Heimilt er að fjárfesta bæði í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum fjárfestingarleiðarinnar.   

Ávöxtun eftir tímabilum

 Nafnávöxtun Ævileið I
Frá áramótum 3,8%
1 mán 1,4%
3 mán 1,7%
6 mán -0,3%
12 mán 0,2%
3 ára meðaltal  6,7%
5 ára meðaltal  8,5%

Ávöxtun miðast við gengi í febrúar 2023. Gengi miðast við stöðu ávöxtunarleiða 24. febrúar 2023.

Skipting eignasafns Ævileiðar I

  Vægi
30.09.2022
Stefna Lágmark Hámark
Ríkisskuldabréf 10,6% 10% 0% 30%
Veðskuldabréf og
fasteignatengd verðbréf
25,0% 25% 0% 50%
Önnur skuldabréf 15,5% 15% 0% 30%
Innlend hlutabréf 20,5% 20% 10% 40%
Innlent laust fé 1,0% 0% 0% 30%
Erlend hlutabréf 27,4% 30% 10% 50%
Aðrar erlendar eignir 0,0% 0% 0%

20%

  • Ævileið I stefnir að því að 30% eigna séu í erlendri mynt og 70% í íslenskum krónum. 

  • Markmið um meðalbinditíma skuldabréfaflokka er um 8 ár hjá Ævileið I.

Helstu upplýsingar 30.9. 2022

LV tekur ekki þóknun fyrir rekstur séreignarleiða sinna. Einungis er dreginn frá beinn rekstrarkostnaður. Á síðasta ári var heildar rekstrarkostnaður Ævileiðar I 0,2% af eignum sjóðsins.