Ávinningur
Þegar þú sparar 2 til 4% af launum í séreign bætir vinnuveitandinn þinn 2% við. Það er kaupauki sem munar um.
Hverjir eru kostirnir?
Séreignasparnaður er eitt hagkvæmasta sparnaðarformið og eykur sveigjanleika við starfslok.
Smelltu til að skoða hvernig séreignarsparnaður nýtist þér.
Skattahagræði
Ef þú greiðir í séreignarsparnað er ekki tekinn skattur af þeim greiðslum. Þannig lækka skattgreiðslur þínar í hverjum mánuði sem því nemur.
Tökum dæmi af aðila sem er með 500.000 kr. í mánaðarlaun.
Dæmi m.v miðþrep skatthlutfalls 2023 | 2% | 4% |
---|---|---|
Mánl. framlag í séreignarsparnað | 10.000 | 20.000 |
Skattalækkun á mánuði | 3.795 | 7.590 |
Skattalækkun á ári | 45.540 | 91.080 |
Á sama tíma og lægra hlutfall launa þinna fer í skatt ertu að tryggja þér betra líf síðar á ævinni. Þar er ekki eingöngu um að ræða framlag þitt heldur einnig mótframlag atvinnuveitanda þíns.
Skattfrjáls ráðstöfun
Þeir sem greiða í séreignarsjóð geta nýtt inneign sína skattfrjálst upp að ákveðinni fjárhæð til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis.
Þeir sem eru að huga að íbúðarkaupum geta fengið séreign útgreidda í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun vegna íbúðarhúsnæðis má finna hér
Hagstæðasta sparnaðarleiðin í dag
Hvað er það sem gerir þessa sparnaðarleið svona hagstæða?
- Skattahagræði:
Skattahagræðið er augljóst; allt að 4% viðbótariðgjald af launum er ekki skattlagt við innborgun. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru skattlagðar eins og aðrar tekjur en lífeyrisþegar geta nýtt persónuafslátt sinn til þess að lækka skattana þegar þar að kemur. - Framlag launagreiðanda:
Vinnuveitandi/launagreiðandinn bætir 2% mótframlagi við séreignarlífeyrissparnaðinn þinn. - Enginn fjármagnstekjuskattur:
Ekki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum inneignar í séreignarsjóði. - Engin áhrif á vaxta- eða barnabætur:
Inneign í lífeyrissjóði er ekki framtalsskyld og hefur því ekki áhrif á lækkun vaxtabóta eða barnabóta. - Vörn gegn skuldheimtumönnum:
Inneign í lífeyrissjóði er varin gegn skuldheimtumönnum þannig að ekki er hægt að ganga að henni þótt viðkomandi lendi í fjárhagserfiðleikum eða gjaldþroti.
Viðbótarframlag frá launagreiðandanum
Í kjarasamningum er ákvæði um allt að 2% mótframlag launagreiðenda í séreignarsjóð launþega sem þýðir að þeir sem spara 2 - 4% af launum fá 2% í mótframlag frá launagreiðanda.
Séreignariðgjald af launum m.v. skattprósentu 2023 | 2% | 4% |
---|---|---|
Sparnaður af 500.000 kr. mánaðarlaunum | 10.000 | 20.000 |
Skattar lækka um | 3.795 | 7.590 |
Raunverulegt framlag | 6.205 | 12.410 |
Mótframlag launagreiðanda | 10.000 | 10.000 |
Inneign í séreignarsjóði | 20.000 | 30.000 |
Þannig getur þú safnað allt að 4% af heildarlaunum þínum í séreignarsjóð áður en skattur er reiknaður á laun og fengið 2% mótframlag frá launagreiðanda.
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta sömuleiðis greitt í séreignarsjóð áður en skattur er lagður á, allt að 6% launa, enda greiða þeir sjálfir framlag launagreiðanda.
Séreignarsparnaður er sparnaðartækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Séreignarsparnaður er frjáls og hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvort hann nýtir sér þennan möguleika til aukins lífeyrissparnaðar.
Þeir sem ákveða að nýta sér ekki þetta ákvæði eru þá að missa af mótframlagi launagreiðanda og ríkisins og eru í rauninni að missa af umsömdum kjarabótum.
Húsnæðissparnaður
Séreignarsparnað er hægt að nýta skattfrjálst við fyrstu íbúðarkaup og sem innáborgun inn á íbúðalán í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð
Með lögunum er sett á fót húsnæðissparnaðarúrræði sem tók gildi 1. júlí 2017, fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Þeir sem þegar hafa hafið söfnun á séreignarsparnaði, til öflunar íbúðarhúsnæðis er heimilt að nýta uppsafnaðan séreignarsparnað frá júlí 2014, til fyrstu íbúðarkaupa.
Þeir sem greiða í séreignarsjóð geta nýtt inngreiðslur skattfrjálst, á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2023 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Þeir sem ekki búa í eigin húsnæði geta notað séreignarsparnaðinn skattfrjálst, fyrir sama tímabil og að ofan greinir til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þessi heimild gildir til 30. júní 2023.
Dæmi um ávinning
Tölurnar tala sínu máli eins og sést í töflunum hér að neðan:
- Laun á mánuði: 500.000 kr.
- Framlag launþegans: 4%
- Framlag launagreiðandans: 2%
- Áætluð ávöxtun: 4% raunávöxtun.
Sparnaðartími | Höfuðstóll | Mánaðargreiðslur í 7 ár* |
---|---|---|
20 ár | 10.142.979 kr. | 138.309 kr. |
30 ár | 19.414.965 kr. | 264.741 kr. |
40 ár | 33.139.769 kr. | 451.891 kr. |
- Laun á mánuði: 500.000 kr.
- Framlag launþegans: 2%
- Framlag launagreiðandans: 2%
- Áætluð ávöxtun: 4% raunávöxtun.
Sparnaðartími | Höfuðstóll | Mánaðargreiðslur í 7 ár* |
---|---|---|
20 ár | 6.761.986 kr. | 92.206 kr. |
30 ár | 12.943.310 kr. | 176.494 kr. |
40 ár | 22.093.179 kr. | 301.261 kr. |
*Þessar greiðslur koma til viðbótar greiðslum sem viðkomandi hefur áunnið sér úr sameignarsjóði.