Reiknivél fyrir skiptingu áunninna réttinda
Skipting miðast við tímabil sambúðar/hjúskaps samkvæmt staðfestingu frá Þjóðskrá
Sjóðfélaga er heimilt að skipta verðmætum áunninna réttinda sinna til ellilífeyris með maka sínum eða sambúðarmaka með samkomulagi. Skipting lífeyrisréttinda felur í sér gagnkvæma og jafna skiptingu, sem þýðir að hvor aðilinn fyrir sig skal veita hinum sama hlutfall lífeyrisréttinda sinna. Skiptingin er óafturkræf og felur í sér að hvor maki fyrir sig öðlast sjálfstæð réttindi og skerðast þá réttindi sjóðfélagans sem nemur aukningu maka.
Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda þarf að vera gert áður en lífeyristaka hefst og áður en sá maki sem er eldri er orðinn 65 ára gamall. Þá er krafist læknisvottorðs um að sjúkdómar eða heilsufar dragi ekki úr lífslíkum sjóðfélaga og maka hans.
Reiknivélin reiknar skiptingu réttinda. Setja þarf inn fæðingardag, fjárhæð lífeyrisréttinda (á sambúðar-/ hjúskapartíma) og hlutfall lífeyrisréttinda sem á að skipta. Við skiptingu réttinda er tekið mið af kyni og aldri þegar skiptingin er framkvæmd en skilyrði er að við skiptingu skuli heildarskuldbindingar sjóðsins ekki aukast og þarf því að taka mið af framangreindum forsendum. Fjárhæð lífeyrisréttinda eftir skiptingu miðast við að útgreiðsla lífeyris hefjist við 67 ára aldur.
Fyrirvari: Reiknivélinni er ætlað að gefa sjóðfélögum mynd af hvernig skipting réttinda gæti litið út, en er ekki úrskurður um fjárhæð lífeyris eða skiptingu áunninna réttinda. Upplýsingar um lífeyrisréttindi er að finna á mitt.live.is undir réttindi. Þar eru réttindin sundurliðuð eftir árum. Sjóðfélagar eru hvattir til að leita sér nánari upplýsinga og ráðgjafar um skiptingu lífeyrisréttinda hjá ráðgjöfum okkar.
Skipting lífeyrisréttinda byggir á heimild í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 12. greinar samþykkta Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Athugið að einungis má skipta réttindum sem myndast meðan á hjónabandi eða sambúð stendur.
Sjá meira
Útreikningur
Réttindi A eftir skiptingu
Lífeyrisréttindi | kr. | |
---|---|---|
Réttindi til B | kr. | |
Réttindi frá B | kr. | |
Lífeyrir eftir skiptingu | kr. |
Hækkun/lækkun lífeyris | kr. | |
---|---|---|
Núvirðisstuðull A | ||
Hlutfall A/B | ||
Aldur A við skiptingu | ára |
Réttindi B eftir skiptingu
Lífeyrisréttindi | kr. | |
---|---|---|
Réttindi til A | kr. | |
Réttind frá A | kr. | |
Lífeyrir eftir skiptingu | kr. |
Hækkun/lækkun lífeyris | kr. | |
---|---|---|
Núvirðisstuðull B | ||
Hlutfall B/A | ||
Aldur B við skiptingu | ára |
Samtals A og B
Lífeyrisréttindi fyrir skiptingu | kr. | |
---|---|---|
Lífeyrir eftir skiptingu | kr. | |
Hækkun/lækkun lífeyris | kr. |
Sjá meira
Fyrirvari: Til að sjá heildarmyndina þarf að skoða skiptingu í öllum sjóðum sem báðir aðilar eiga inneign í. Athugið að þessar upplýsingar eru ekki úrskurður um fjárhæð lífeyris.