Búseta erlendis
Ellilífeyrisþegar sem flytja lögheimili sitt til annars lands þurfa að skila inn lífsvottorði til sjóðsins. Senda þarf vottorðið fyrir 15. maí árlega meðan lögheimili er skráð erlendis.
Berist sjóðnum ekki vottorðið falla greiðslur niður frá og með 1. júní sama ár. Hægt er að senda sjóðnum umbeðnar upplýsingar með bréfapósti eða tölvupósti á skrifstofa@live.is.