Samtrygging

 Lífeyrissjóður verzlunarmanna skiptist í samtryggingardeild og séreignardeild. Lögboðin iðgjöld sjóðfélaga fara í samtryggingardeild og mynda þar samtryggingarsjóð til að tryggja þeim ævilangan lífeyri.

Almennur eftirlaunaaldur er 67 ár. Þú eignast ekki tiltekna inneign á reikningi, eins og gildir um séreignarsparnað, heldur ávinnur þú þér tryggingu fyrir ævilöngum lífeyrisgreiðslum frá því að taka lífeyris hefst. Þannig munt þú fá greiðslur sem endurspegla framlag þitt í gegnum árin, auk þeirrar ávöxtunar sem sjóðurinn hefur áunnið sér.

Með greiðslu til LV ávinnur þú þér rétt til ævilangs lífeyris frá því að taka lífeyris hefst.

Auk réttar til ævilangs lífeyris ávinnur þú þér rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu. Sömuleiðis ávinnur þú maka þínum rétt til makalífeyris við fráfall og börnum þínum rétt til barnalífeyris ef starfsgeta þín skerðist verulega eða þú fellur frá.