Fjárfestingarstefna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er fagfjárfestir sem hefur að höfuðmarkmiði að ávaxta eignir sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum hans og hámarka réttindi sjóðfélaga.

Við eignastýringu eru fjárfestingakostir metnir með tilliti til arðsemi og áhættu og með hliðsjón af því markmiði að ná ávöxtun umfram tryggingafræðileg viðmið. Hægt að lesa sér betur til um grundvöll fjárfestingarstefnunnar.

Deildir

Sjóðurinn skiptist í tvær deildir:

  • A-deild, sem er sameignardeild
  • B-deild, sem er séreignardeild

Séreignardeildin býður upp á tvær ávöxtunarleiðir

  • Leið 1, verðbréfaleið - fylgir sömu fjárfestingarstefnu og sameignardeild.
  • Leið 2, innlánsleið - er ávöxtuð í innlánum viðskiptabanka og sparisjóða með áherslu á verðtryggð innlán.

Fjárfestingarstefna sameignardeildar og verðbréfaleiðar

Fjárfestingarstefnan byggir á skiptingu eignaflokka eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Við ákvörðun um markmið eignasamsetningar er horft til langs tíma. Vikmörkum er ætlað að taka tillit til ófyrirséðra markaðsaðstæðna.

Eignaflokkur  Eigna-
samsetning(%)
Markmið
%
Lágmark
%
 Hámark
%
Innlán í bönkum og sparisjóðum 1 1 0 5
Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf
með ábyrgð ríkissjóðs
27 23 15 35
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 6 5 0 10
Skuldabréf og víxlar banka, sparisjóða og
annarra lánastofnana
1 1 0 5
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 10 13 5 20
Innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini 22 21 15 28
Erlend verðbréf 26 30 25 40
Skuldabréf fyrirtækja og önnur verðbréf 7 6 0 15

Fjárfestingar í erlendum verðbréfum skulu dreifast á sjóði, félög, lönd og atvinnugreinar til að draga úr sveiflum í ávöxtun. Lögð er áhersla á eignadreifingu og að árangur sé góður til lengri tíma litið.

Markmið og viðmið um ávöxtun og áhættu

Fjárfestingarstefnan byggir á ávöxtunarviðmiðum fyrir einstaka eignaflokka.

  • Viðmið um raunávöxtun annarra eignaflokka en hlutabréfa er 2 til 4%.
  • Viðmið við ávöxtun skráðra innlendra hlutabréfa sjóðsins er Úrvalsvísitala aðallista Nasdaq OMX Íslands.
  • Viðmið við ávöxtun óskráðra innlendra hlutabréfa sjóðsins er Úrvalsvísitala aðallista Nasdaq OMX Íslands að viðbættu álagi eftir eðli viðkomandi fjárfestinga.
  • Viðmið við ávöxtun erlendra hlutabréfa sjóðsins er heimsvísitala Morgan Stanley (MSCI).
  • Ávöxtunarviðmið erlendra framtakssjóða (Private Equity Funds) er almennt 2 til 4% umfram ávöxtun heimsvísitölu hlutabréfa (MSCI).

Heimildir til eignastýringar

Eignastýring sjóðsins stýrir verðbréfasafni hans innan þeirra marka sem mælt er fyrir um í fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Í fjárfestingarstefnu eru settar fram skýringar við einstaka eignaflokka sem fela í sér nánari útlistun .

 

Viðmiðanir við ráðstöfun fjármuna og eignastýringu

Í fjárfestingarstefnu sjóðsins eru einnig sett fram og útfærð viðmið sem ætlað er að tryggja örugga ráðstöfun fjármuna sjóðsins.

Í fjárfestingarstefnu eru sett fram sérstök viðmið vegna fjárfestinga í hlutabréfum . Þar er lögð áhersla á atriði sem eru til þess fallin að draga úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir fjárfestingum í hlutabréfum.

Lífeyrisbyrði

Spá um lífeyrisbyrði hefur áhrif á mótun fjárfestingarstefnu. Við gerð fjárfestingarstefnu er tekið tillit til áætlaðrar lífeyrisbyrði.

Fjárfestingarstefna

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2018 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2017 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2016 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2015 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2014 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2013 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2012 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2011 í heild sinni.

Hér má finna fjárfestingarstefnuna fyrir árið 2010 í heild sinni.