Fjárfestingarstefna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er fagfjárfestir sem hefur að höfuðmarkmiði að ávaxta eignir sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum hans og hámarka réttindi sjóðfélaga.
Við eignastýringu eru fjárfestingakostir metnir með tilliti til arðsemi og áhættu og með hliðsjón af því markmiði að ná ávöxtun umfram tryggingafræðileg viðmið. Hægt að lesa sér betur til um grundvöll fjárfestingarstefnunnar.
Deildir
Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir:
- A-deild, sem er samtryggingardeild
- B-deild, sem er séreignardeild fyrir almenna séreign
- C-deild sem er séreignardeild fyrir tilgreinda séreign
Séreignardeildin býður upp á fjórar ávöxtunarleiðir
- Ævileið I
- Ævileið II
- Ævileið III
Ævileiðir byggja á samningum sem stofnað hefur verið til eftir 1. júlí 2017.
- Verðbréfaleið - fylgir sömu fjárfestingarstefnu og sameignardeild og byggir á samningum sem stofnað var til fyrir 1. júlí 2017. Sjóðfélagar sem eiga lífeyrissparnað í Verðbréfaleið er heimilt að flytja eign sína í Ævileið l, ll eða lll en ekki er heimilt að flytja eignir úr Ævileiðum yfir í Verðbréfaleið.
Markmið með ávöxtun eigna
Í 36. gr. lífeyrissjóðslaganna eru settar fram fimm vísireglur um með hvað hætti skuli ávaxta fé sjóðsins. Sjóðurinn skal:
- Hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi
- Horfa til aldurssamsetningar sjóðfélaga og annarra tryggingafræðilegra þátta sem áhrif hafa á skuldbindingar.
- Byggja allar fjárfestingar á viðeigandi greiningu á upplýsingum með öryggi, gæði, lausafjárstöðu og arðsemi safnins í heild í huga.
- Gæta þess að eignir sjóðsins séu nægilega fjölbreyttar til að komið sé í veg fyrir samþjöppun og uppsöfnun áhættu í eignasafninu, m.a. með því að gæta að fylgni áhættu einstakra eigna og eignaflokka.
- Setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum.
Fjárfestingarheimildir eignastýringaraðila
Eignastýring sjóðsins stýrir verðbréfasafni hans innan þeirra marka sem mælt er fyrir um í fjárfestingarstefnu sjóðsins.
í reglugerð 591/2077 kemur fram að tilgreina skuli í fjárfestingarstefnu hvaða fjárfestingar séu utan heimilda eignastýringaraðila og þurfi samþykki stjórnar.
Í samræmi við lög og samþykktir sjóðsins annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur sjóðsins eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn sjóðsins hefur gefið. Ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt heimild frá stjórn. Stjórn hefur með bókun sett ramma um fjárfestingarheimildir framkvæmdastjóra. Þar er m.a. fjallað um gerð þjónustusamninga, viðskipti með hlutabréf og skuldabréf, sjóði, afleiðusamninga framsal heimilda til forstöðumanns eignastýringar og annarra starfsmanna eignastýringar.
Heimildir til fjárfestingarákvarðana
- Hlutabréf og skuldabréf: Fjárfesting í hlutabréfum og skuldabréfum útgefnum af aðila sem sjóðurinn á ekki hlut í/skuldabréf á er háð samþykki stjórnar. Heimildir með viðskipti með önnur hlutabréf og skuldabréf takmarkast af tiltekinni fjárhæð og eignarhlutaprósentu hlutabréfa viðkomandi félags. Takmarkanir ná ekki til skuldabréfa sem njóta ábyrgðar ríkissjóðs.
- Ákvarðanir sem þola ekki bið: Framkvæmdastjóri getur í sérstökum tilvikum,þegar bregðast þarf við, framkvæmt viðskipti sem eru utan skilgreindra heimilda hans, eftir nánari reglum sem stjórn hefur sett.
- Framsal: Framkvæmdastjóra er heimilt að veita forstöðumanni og öðrum starfsmönnum eignastýringar heimild til að taka ákvarðanir um viðskipti með fjármálagerninga fyrir hönd sjóðsins.
Skipting eignasafnsins samkvæmt eignaflokkum
Fjárfestingarstefnan byggir á skiptingu eignaflokka eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Við ákvörðun um markmið eignasamsetningar er horft til langs tíma. Vikmörkum er ætlað að taka tillit til ófyrirséðra markaðsaðstæðna.
Eignaflokkur | Eigna- samsetning 30.09.2019 |
Stefna 2020 |
Lágmark | Hámark |
---|---|---|---|---|
Ríkisskuldabréf | 20,4% | 17,0% | 12% | 30% |
Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf | 20,6% | 21,5% | 12% | 32% |
Önnur skuldabréf | 4,2% | 4,9% | 0% | 10% |
Innlend hlutabréf | 15,6% | 15,6% | 7,5% | 20% |
Innlent laust fé | 0,5% | 0,5% | 0% | 10% |
Erlend hlutabréf | 37,2% | 39,0% | 20% | 50% |
Aðrar erlendar eignir | 1,5% | 1,5% | 0% | 20% |
Samtals | 100,0% | 100,0% |
Ávöxtunarviðmið samtryggingardeildar
Skuldabréfasafn sjóðsins er að stórum hluta skráð á kaupávöxtunarkröfur. Neðangreind ávöxtunarviðmið eiga við um eignaflokka sem skráðir eru á gangvirði.
Eignaflokkar | Ávöxtunarviðmið - opinbert heiti vísitalan |
---|---|
Ríkisskuldabréf |
NASDAQ OMX Iceland Benchmark Bonds |
Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf |
80% OMX Iceland 10YI / 20% OMX Iceland 5YNI |
Önnur skuldabréf |
OMX Iceland 10 YI |
Innlend hlutabréf |
OMX Iceland all-share GI |
Innlent laust fé |
OMX Iceland 3M NI |
Erlend hlutabréf |
MSCI Daily Total Return Net World |
Aðrar erlendar eignir |
Bloomberg Barclays Global Aggregate Bond Index |
Samspil fjárfestingarstefnu og áhættustefnu
Áhersla er lögð á góða yfirsýn stjórnar og stjórnenda yfir helstu áhættuþætti í rekstri sjóðsins og að starfsmenn sjóðsins hafi þekkingu á hlutverki sínu í ferli áhættustýringar og eftirlits og taki virkan þátt í því. Mikilvægt er að stjórn, stjórnendur og aðrir starfsmenn meti áhættu og viðeigandi áhættuþætti við ákvarðanatöku eftir því sem eðlilegt er hverju sinni. Áhættuvilji og áhættuþol stjórnar endurspeglast í áhættustefnu sjóðsins og fjárfestingarstefnu þessari.
í áhættustefnunni eru áhætta og áhættuflokkar skilgreindir, áhættustýringarstefna er þar sett fram sem segir til um hvaða aðferðum sjóðurinn beitir við að stýra og/eða draga úr áhættu, hver ber ábyrgð á hverjum áhættuflokki, hvernig áhætta er greind, hvernig hún er mæld og hvernig skýrslugjöf er háttað.
Fjárfestingarstefna sjóðsins hefur það að markmiði að ávaxta eignir sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum hans og hámarka réttindi sjóðfélaga. Við ávöxtun eigna sjóðsins skulu fjárfestingakostir ávallt metnir með tilliti til arðsemi og áhættu.Stjórn skilgreinir lykilmælikvarða sem markar ramma um áhættuvilja hennar. Þar er eftir því sem við á skilgreind markmið og vikmörk. Þeir skulu mældir og viðeigandi aðilum gerð grein fyrir þeim, þ.e. stjórn, framkvæmdarstjóra, eignastýringu og eftir atvikum öðrum starfsmönnum og eftirlitsaðilum.
Ýmis viðmið við eignastýringu
- Gjaldmiðlasamsetning Ævileiða. Erlend eignastaða Ævileiðar I og II er með þá stefnu að endurspegla í grunninn gjaldmiðlasamsetningu heimsvísitölu Morgan Stanley (e. MSCI World Index) í hlutabréfum á hverjum tíma, þar sem hún er viðmið þeirra fjárfestinga. Ævileið III fjárfestir eingöngu í innlendum verðbréfum.
- Markmið með meðalbinditími skuldabréfa Ævileiða endurspeglar áhættusnið viðkomandi leiðar, þ.e. Ævileið I er hugsuð sem langtímaleið og því með lengsta meðalbinditímann en Ævileið III sem skammtímaleið er með stysta meðalbinditímann. Meðalbinditími Ævileiðar II er til meðal langs tíma.
- Markmið með atvinnugreinaskiptingu eignasafnsins. Atvinnugreinaskipting Ævileiða taka mið af þeim viðmiðunarvísitölum sem notaðar eru í sérhverjum eignaflokk.
Ávöxtunarviðmið eignaflokka Ævileiða
Eignaflokkar | Ávöxtunarviðmið - heiti vísitalna |
---|---|
Ríkisskuldabréf | NASDAQ OMX Iceland Benchmark Bonds |
Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf | 25% OMXI 5Y NI / 75% OMXI 5YI |
Önnur skuldabréf |
25% OMXI 5Y NI / 75% OMXI 10YI |
Innlend hlutabréf |
OMX Iceland 10 GI |
Innlent laust fé | OMX Iceland 3M NI |
Erlend hlutabréf | MSCI Daily Total Return Net World |
Aðrar erlendar eignir | Bloomberg Barclays Global Aggregate Bond Index |
Verðbréfaleið
Ávaxtar séreign þeirra samninga sem stofnað var til fyrir 1. júlí 2017. Verðbréfaleið fylgir sömu fjárfestingarstefnu og A-deild, sameignardeild. Núverandi eignir Verðbréfaleiðar má sjá hér.
Fjárfestingarstefna
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2021
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2020, uppfærð í mars.
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2019, uppfærð í september.
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2019
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2018
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2017
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2016
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2015
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2014
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2013
Fjárfestingarstefna fyrir árið 2012