Launagreiðendur

Ávinningur af rafrænum skilagreinum

  • Bæði tími og kostnaður sparast við að senda skilagreinar rafrænt því ekki þarf að póstsenda þær.
  • Hægt er að greiða skilagreinar í hvaða heimabanka sem er.
  • Öryggi eykst við meðferð rafrænna skilagreina því ekki þarf að skrá aftur þær upplýsingar sem eru á þeim.
  • Hægt er að sjá stöðu skilagreina, hvort þær eru í vinnslu hjá launagreiðanda, bíða bókunar eða hafa verið bókaðar í réttindakerfi sjóðsins.

 

Í samkomulagi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 um hækkun mótframlags launagreiðenda úr 8% í 11,5% er kveðið á um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi (10%) og framlagi launamanns (4%) til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. Réttur launamanns til að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í tilgreinda séreign er gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.