Óverðtryggð lán

Val er um tvennskonar óverðtryggð lán:

  • Breytilegir vextir
  • Fastir vextir í 36 mánuði

Vextir óverðtryggðra lána eru breytilegir eða fastir til 36 mánaða í senn. Í boði eru bæði lán með jöfnum greiðslum (annuitet) og jöfnum afborgunum af höfuðstól. Þegar vaxtatímabili lána með 36 mánaða bindingu lýkur getur lántakandi valið hvort hann vill að vextir verði aftur fastir í 36 mánuði eða breyta yfir í verðtryggt lán án lántökukostnaðar.

Stjórn sjóðsins ákvarðar vexti og breytingar á þeim samkvæmt nánari ákvæðum í skilmálum skuldabréfs.

Jafnar greiðslur (annuitet) - Greiðslur eru jafnar út lánstímann. Greiðslur breytast þó ef vextir lánsins hækka eða lækka við endurskoðun vaxta. Lántaki greiðir höfuðstólinn hægar niður fyrstu árin en afborgun af höfuðstól fer svo stighækkandi eftir því sem líður á lánstímann. Heildarvaxtakostnaður við lánið er því hærri en af lánum sem bera jafna afborgun á höfuðstól. Á móti kemur að mánaðarleg afborgun af höfuðstól er lægri framan af lánstímanum.

Jafnar afborganir - Afborganir af höfuðstól eru jafnar út lánstímann. Hver greiðsla, þ.e. samtala vaxta og afborgana af höfuðstól, fer hins vegar lækkandi eftir því sem meira greiðist af höfuðstólnum. Höfuðstóll slíkra lána greiðist því nokkuð hraðar niður en lána með jöfnum greiðslum og er því heildarvaxtakostnaður við þau lægri en af lánum með jöfnum greiðslum. Ef vextir hækka eða lækka við reglulega endurskoðun hefur það áhrif á fjárhæð greiðslu.

Óverðtryggð lán hafa almennt hærri greiðslubyrði, a.m.k. til að byrja með, í samanburði við verðtryggð lán og verður þess vegna eignamyndun hraðari.


Verðtryggð sjóðfélaglán Óverðtryggð sjóðfélagalán

Eiginleikar

  • Lægri greiðslubyrði a.m.k. til að byrja með.
  • Greiðslubyrði fylgir þróun verðlags

 Eiginleikar

  • Hærri greiðslubyrði a.m.k. til að byrja með.
  • Engar verðbætur -  hraðari eignamyndun.

 Gott að hafa í huga

  • Verðbætur bætast við höfuðstól.
  • Mögulegt misgengi verðlags og launaþróunar.

 Gott að hafa í huga

  • Vextir geta hækkað/lækkað umtalsvert
    við nýja vaxtaákvörðun í takt við markaðsaðstæður.
  • Meiri sveiflur geta verið í greiðslubyrði.

 Jafnar greiðslur (annuitet)

Jafnar afborganir af höfuðstól

 Eiginleikar

  • Lægri greiðslubyrði fyrst í stað.
  • Verðbólga hefur meiri áhrif á höfuðstól
    verðtryggðra lána.

 Eiginleikar

  • Greiðslubyrði hærri fyrst, en lækkar svo.
  • Verðbólga hefur minni áhrif á höfuðstól
    verðtryggðra lána.

 Gott að hafa í huga

  • Léttari greiðslubyrði í byrjun og getur því
    auðveldað töku óverðtryggðs láns.
  • Léttari greiðslubyrði við lántöku getur gefið
    aukið svigrúm við fasteignakaup.

 Gott að hafa í huga

  • Lækkun greiðslubyrði á lánstímanum eykur þol
    skuldara vegna mögulegrar lækkunar á tekjum
    þegar líður á lánstímann.
  • Hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls lækkar
    heildarkostnað.