Greiðslumat

Greiðslumat á netinu er einfalt form sem tekur örfáar mínútur.

Rafrænt greiðslumat


Það er einfalt og fljótlegt að sækja um lán í gegnum rafrænt greiðslumat. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum og kerfið leiðir þig áfram. Með upplýstu samþykki þínu sækjum við öll gögn sem nauðsynleg eru til að hefja vinnslu umsóknarinnar.

Einnig er hægt er að senda inn lánsumsókn með öllum gögnum á netfangið skrifstofa@live.is. Gæta þarf þess að öll nauðsynleg gögn fylgi með lánsumsókn. Öll gögn verða að liggja fyrir áður en vinnsla umsóknar hefst. Nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn má finna undir spurt og svarað hér

Athygli er vakin á því að lífeyrissjóðurinn getur óskað eftir fleiri gögnum en tilgreind eru. Ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila.


Umsóknir