Greiðslumat

Hægt er að senda inn lánsumsókn með öllum gögnum á netfangið skrifstofa@live.is.

Gæta þarf þess að öll nauðsynleg gögn fylgi með lánsumsókn. Öll gögn verða að liggja fyrir áður en vinnsla umsóknar hefst.
Athygli er vakin á því að lífeyrissjóðurinn getur óskað eftir fleiri gögnum en hér eru tilgreind.
Ef verið er að greiðslumeta hjón/sambúðarfólk þá þarf að skila inn gögnum fyrir báða aðila.

Skila þarf inn eftirfarandi gögnum:

 • Undirrituð lánsumsókn.
 • Nýtt veðbókavottorð vegna allra fasteigna í eigu lántaka – Sjóðurinn getur útvegað veðbókayfirlit gegn gjaldi ( sjá gjaldskrá ).
 • Matsverð fasteigna í eigu lántaka eða fasteigna sem hann hyggst kaupa, t.d. fasteignamat, undirritaður kaupsamningur eða undirritað kauptilboð.
 • Afrit af tryggingarbréfum sem hvíla á eigninni (ef við á).
 • Ef eign er ekki fullbúin, þ.e. komin á byggingarstig 7 þarf að fylgja vottorð um smíða- eða brunatryggingu frá tryggingarfélagi. Fasteign telst einungis veðhæf ef hún er skráð á byggingarstig 4 samkvæmt Þjóðskrá Íslands. 
 • Afrit af kauptilboði eða söluyfirliti vegna eignar sem verið er að selja.

Upplýsingar um tekjur

 • Staðfest afrit af síðasta skattframtali (aðgengilegt á www.skattur.is).
 • Staðgreiðsluyfirlit RSK fyrir síðustu 12 mánuði (aðgengilegt á http://www.skattur.is/). 
 • Afrit af launaseðlum vegna síðustu þriggja mánaða.
 • Sjálfstæðir atvinnurekendur og verktakar þurfa að skila inn staðgreiðslu reiknaðs endurgjalds síðustu 6 mánuði og launaseðlum (ef við á).
 • Staðfesting á föstum bótagreiðslum (meðlag, bætur, lífeyrir).
 • Ef umsækjandi er að hefja störf hjá nýjum vinnuveitanda eða tekjur hækka, þarf staðfesting vinnuveitandans um ráðningu og launakjör að liggja fyrir.
 • Staðfesting á fjármagnstekjum, t.d. skattframtal og ársreikningar viðkomandi félags vegna arðgreiðslna (ef við á). Ekki er tekið mið af leigutekjum.

 • Ef um er að ræða samlagsfélag (slf.) eða sameignarfélag (sf.) þá þarf staðfestingu á greiðslum frá félaginu síðustu 12 mánuði að liggja fyrir.

 • Ef staðfesting á launum liggur ekki fyrir skal leggja fram fullnægjandi skýringar um afkomu, samanber tekjustofnsupplýsingar í skattframtali.  

Upplýsingar um skuldir

 • Staðfesting á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skulda (fasteignalán, LÍN, raðgreiðslusamningar, bílalán ásamt öðrum skuldbindingum).
 • Ef greiða á upp lán þarf að fylgja staðfesting á uppgreiðsluverðmæti lánsins ásamt uppgreiðslukostnaði ef við á.
 • Afrit af skuldabréfi eða annarri lántöku, sé ekki komið að fyrsta gjalddaga þess (ef við á).
 • Upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar (ef við á).

Önnur gögn

 • Ef um hjónaskilnað er að ræða þarf fjárskipta- og skilnaðarsamning staðfestan af sýslumanni.
 • Skuldir og eignir erlendis.
  • Skila þarf inn sambærilegum gögnum fyrir skuldir og eignir erlendis.
  • Umsækjandi þarf að útskýra eða þýða gögnin yfir á íslensku. 

 

Hægt er að senda inn lánsumsókn með öllum gögnum á netfangið skrifstofa@live.is.

Lánsumsókn