Sækja um lán
Það er einfalt og skilvirkt að fara í gegnum lánsumsóknina gegnum rafrænt greiðslumat. Þú skráir þig með rafrænum skilríkjum og kerfið leiðir þig áfram. Með upplýstu samþykki þínu sækjum við öll gögn sem nauðsynleg eru til að hefja úrvinnslu umsóknarinnar.
Í reiknivélinni er hægt að bera saman ólíka kosti lána og áætla greiðslubyrði.
Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar sótt er um lán.
- Lágmarksfjárhæð láns er 1.000.000 kr.
- Hámarksfjárhæð er 75.000.000 kr.
Lánað er gegn veði í íbúðarhúsnæði að hámarki 70% af fasteignamati eða kaupverði. Ef hlutfall lána frá öðrum lánastofnunum er umfram 20% af veðrými, þá er hámarks veðsetning 65% af fasteignamati eða kaupsamningsverði, ef um er að ræða fasteignakaup.
Veðhlutfall miðast við kaupsamningsverð þegar lánað er til íbúðakaupa og fasteignamat þegar um endurfjármögnun/nýtt lán er að ræða. Ekki er miðað við verðmat.
- Ef annar aðili en maki, sem er giftur eða í staðfestri sambúð með lántaka, á eignarhlut með lántaka er ekki hægt að fá lán út á þá eign.
Til að kanna greiðslugetu og hefja umsóknarferlið er farið í gegnum rafrænt greiðslumat. Kostnaður við greiðslumat er 8.400.- kr fyrir einstakling en 16.700.- kr fyrir hjón/sambúðarfólk.
Gott að hafa í huga við lántöku
- Til hvers ætla ég að nýta lánið og hvaða tekjur nýti ég til afborganna
- Þoli ég að afborganir hækki eitthvað umfram hækkun launa
- Hvaða áhrif hefur hækkun verðlags á afborgun lána minna, höfuðstól og laun
- Henta mér betur fastir eða breytilegir vextir
- Henta mér betur verðtryggð eða óverðtryggð lán
- Henta mér betur jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?
Hægt er að senda inn lánsumsókn með fylgigögnum á netfangið skrifstofa@live.is. Vinnsla umsóknar getur ekki hafist fyrr en öll gögn hafa skilað sér með umsókninni. Því er mikilvægt að öll nauðsynleg gögn fylgi með. Upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn má finna undir spurt og svarað hér