Sækja um lán

Öll nauðsynleg gögn verða að fylgja lánsumsókn til að hægt sé að taka hana til vinnslu. Vanti einhver gögn tefur það afgreiðslu lánsins. 

  • Lágmarksfjárhæð láns er 1.000.000 kr. Hámarksfjárhæð er 50.000.000 kr.
  • Lánað er gegn veði í fasteign (íbúð), að hámarki 70% af virði íbúðarinnar.
  • Veðhlutfall miðast  við kaupsamningsverð þegar lánað er til íbúðarkaupa, eða við fasteignamat. 

Miklar annir við afgreiðslu lána valda því að vinnslutími umsóknar hefur lengst og er nú um sex vikur.
Vinnsla umsóknar getur ekki hafist fyrr en öll gögn hafa skilað sér með umsókninni. Því er mikilvægt að tryggja að öll nauðsynleg gögn fylgi með.

Gott að hafa í huga við lántöku

  • Til hvers ætla ég að nýta lánið og hvaða tekjur nýti ég til afborganna
  • Þoli ég að afborganir hækki eitthvað umfram hækkun launa
  • Hvaða áhrif hefur hækkun verðlags á afborgun lána minna, höfuðstól og laun
  • Henta mér betur fastir eða breytilegir vextir
  • Henta mér betur verðtryggð eða óverðtryggð lán
  • Henta mér betur jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?