Sækja um lán

Vegna anna og sumarleyfa er afgreiðslutíma lána allt að 6-8 vikur. Sem getur styst eða lengst eftir atvikum.

 Lánsumsókn

  • Lágmarksfjárhæð láns er 1.000.000 kr. Hámarksfjárhæð er 50.000.000 kr.
  • Lánað er gegn veði í fasteign (íbúð), að hámarki 70% af fasteignamati eða kaupverði íbúðar, við kaup.
  • Veðhlutfall miðast  við kaupsamningsverð þegar lánað er til íbúðarkaupa, eða við fasteignamat. Ekki er miðað við verðmat.
  • Ef annar aðili en maki, sem er giftur eða í staðfestri sambúð með lántaka, á eignarhlut með lántaka er ekki hægt að fá lán út á þá eign.

Vinnsla umsóknar getur ekki hafist fyrr en öll gögn hafa skilað sér með umsókninni. Því er mikilvægt að tryggja að öll nauðsynleg gögn fylgi með. Sjá nánar á síðu um greiðslumat.

Gott að hafa í huga við lántöku

  • Til hvers ætla ég að nýta lánið og hvaða tekjur nýti ég til afborganna
  • Þoli ég að afborganir hækki eitthvað umfram hækkun launa
  • Hvaða áhrif hefur hækkun verðlags á afborgun lána minna, höfuðstól og laun
  • Henta mér betur fastir eða breytilegir vextir
  • Henta mér betur verðtryggð eða óverðtryggð lán
  • Henta mér betur jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?

 

Lánsumsókn