Fara á efnissvæði

Sláðu inn leitarorð

Helstu reglur um lán

Hér eru helstu reglur og viðmið sem gilda um lán til íbúðakaupa hjá sjóðnum.

Rafræn umsókn um lán og greiðslumat

Lánsréttur

Til þess að hafa lánsrétt þá þarft þú að uppfylla eitt af þessum skilyrðum:

  • Hafa greitt iðgjöld í 6 af síðustu 12 mánuðum fyrir umsókn.
  • Hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í að lágmarki 36 mánuði fyrir umsókn.
  • Vera maki lífeyrisþega enda hafi maki lánsumsækjenda átt lánsrétt.

Þú þarft einnig að hafa skráð lögheimili á Íslandi og lán hjá sjóðnum mega ekki vera í vanskilum.  Ef um er að ræða hjón eða fólk í staðfestri sambúð er nóg að annar aðilinn sé með lánsrétt.

Kanna lánsrétt

Allt að 70% veðhlutfall

Að hámarki er lánað 70% af fasteignamati eða kaupverði eignar ef um er að ræða fasteignakaup. Ekki er miðað við verðmat. Ef hlutfall lána frá öðrum lánastofnunum er umfram 20% af veðrými, er hámarks veðsetning 65% af fasteignamati eða kaupsamningsverði, ef um er að ræða fasteignakaup. Ef áhvílandi uppreiknaðar veðskuldir að viðbættu láni sjóðsins eru hærri en hámarkslán hjá sjóðnum þá er lagt sérstakt mat á þá umsókn út frá hagsmunum sjóðsins, þrátt fyrir reglur um veðsetningarhlutfall.

Einnig þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Aðeins er lánað gegn veði í íbúðarhúsnæði.
  • Húsnæðið þarf að vera að fullu í eigu umsækjanda/lántaka.
  • Ef annar aðili en maki, sem er giftur eða í staðfestri sambúð með lántaka, á eignarhlut með lántaka er ekki hægt að fá lán út á þá eign.

Upphæð láns og lánstími

  • Lágmarksfjárhæð láns er 1.000.000 kr.
  • Hámarksfjárhæð er 75.000.000 kr.
  • Lánstími er 5 til 40 ár.

Tekjur sem tekið er mið af í greiðslumati

  • Að jafnaði er miðað við tekjur sem koma fram á staðgreiðsluyfirliti frá ríkisskattstjóra fyrir síðustu 12 mánuði.
  • Þegar sótt er um lán með rafrænni umsókn þá fylgir henni bæði skattframtal og staðgreiðsluyfirlit og því þarf ekki að senda þær upplýsingar sérstaklega inn.
  • Ef umsækjandi vill gera grein fyrir öðrum tekjum sem ekki koma fram á á staðgreiðsluskrá þá þarf að skila inn viðeigandi gögnum í umsókn þeim til staðfestingar. Sjóðurinn áskilur sér rétt til þess að leggja mat á þau gögn út frá sínum innrireglum.
  • Við greiðslumat er ekki tekið mið af leigutekjum. 

Ekkert uppgreiðslugjald

Ekkert uppgreiðslugjald er á húsnæðislánum og er hægt að greiða þau upp, eða greiða inn á þau hvenær sem er.

Rafrænt ferli

Til að kanna greiðslugetu og hefja umsóknarferlið er farið í gegnum rafrænt greiðslumat.  Þú skráir þig með rafrænum skilríkjum og kerfið leiðir þig áfram. Með upplýstu samþykki þínu sækjum við öll gögn sem nauðsynleg eru til að hefja úrvinnslu umsóknarinnar.

Athugaðu að gjald er tekið fyrir hvert greiðslumat. Þess vegna hvetjum við lántakendur til að hafa í huga viðmið sjóðsins um lántöku og viðmið Seðlabanka Íslands um hámarkshlutfall greiðslubyrðar.  

Reiknaðu þitt lán Greiðslumat

Hámarkshlutfall greiðslubyrðar við lántöku

Seðlabankinn hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda.

Hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar allra fasteignalána lántaka má ekki fara yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið má þó vera 40% ef um er að ræða fyrstu fasteignakaup.

Við útreikning á greiðslubyrðarhlutfallinu er miðað við að lán séu jafngreiðslulán. Fyrir óverðtryggð lán er reiknað með 40 ára lánstíma og samningsvöxtum en þó að lágmarki 5,5% vöxtum. Ef lánið er verðtryggt þá er reiknað með 25 ára lánstíma með samningsvöxtum en þó að lágmarki 3% vöxtum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna veitir góð lán með lágum vöxtum, sem skiptir miklu máli fyrir sjóðsfélaga.

Úr könnun meðal sjóðfélaga